Hangikjöt

Helsti hátíðarmatur Íslendinga um aldir hefur verið hangikjöt. Birkireykta hangikjötið frá SS er sígilt og löngu landsþekkt. Það er aðeins framleitt úr fyrsta flokks hráefni sem gerir það mjúkt,safaríkt og hæfilega bragðmikið. Við reykingu á Birkireykta SS hangikjötinu er notað íslenskt birki.

Tindfjallahangikjet er sunnlenskt sælgæti sem hefur unnið til gullverðlauna. Það er pakkað í lofttæmdar umbúðir og sett í sérsaumaðan strigapoka. Það er skemmtilegt lostæti sem borðað er hrátt og hentar sérstaklega vel sem forréttur eða smáréttur.

Tindfjallahangikjet er tilvalið í jólapakkan – já eða til þess að hafa uppi við á aðventu og bjóða gestum og gangandi ljúffengan jólabita.

xmas_web_img2

Hangikjöt eldunarleiðbeiningar: Setjið hangikjötið í kalt vatn (gott að bæta 1-2 msk af sykri í vatnið). Látið suðuna koma upp og sjóðið við vægan hita í 25-30 mín. pr. kg. Slökkvið undir og látið standa áfram á hellunni í lokuðum potti í 2 klst. Færið kjötið upp úr pottinum og setjið strax í kæli.

Gott meðlæti: Uppstúfur, soðnar kartöflur, grænar baunir og rauðkál.

Uppskrift að uppstúf:
60 gr smjör
60 gr (1 dl) hveiti
u.þ.b. 750 ml mjólk.
1 msk sykur
1 tsk salt
Safi af grænum baunum (má sleppa)
¼ tsk múskat og hvítur pipar á hnífsoddi ef vill.

Bræðið smjörið í potti og hrærið hveitið saman við. Hellið mjólkinni saman við 1-2 dl í senn og hrærið rösklega með písk allt þar til jafningurinn er orðinn hæfilega þunnur. Bæti þá sykri og salti út í og múskati og hvítum pipar ef vill. Gott að bragðbæta með safa af grænum baunum út í en þá er notuð minni mjólk á móti.

Ketkrókur, sá tólfti,
kunni á ýmsu lag.
Hann þrammaði í sveitina
á Þorláksmessudag.

side_bottom_bar