Hamborgarhryggur

Kjötmeistarar SS leggja sig fram við að velja einungis kjötmestu og fallegustu svínahryggina í SS hamborgarhrygg. SS hefur framleitt hamborgarhryggi í hartnær heila öld og byggir reyking þeirra á gamalli og faglegðri hefð sem fer fram í nútíma tölvustýrðum reykofnum sem tryggja jafna og góða reykingu.


xmas_image_3

Skyrjarmur, sá áttundi,
var skelfilegt naut.
Hann hlemminn o´n af sánum
með hnefanum braut.

Stekkjastaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.

Hamborgarhryggur eldunarleiðbeiningar:

Í potti: Setjið hrygginn í pott með köldu vatni, látið suðuna koma upp og sjóðið rólega í 50 mín. Slökkvið undir pottinum og látið bíða í 30 mín.

Í ofni: Hitið ofn í 150 C, etjið hrygginn í ofnskúffu með u.þ.b 1 lítra af vatni. Eldið í 70 mín.

ATH: Ef soðið klárast bætið við soðnu vatni í skúffuna. Sigtið soðið og geymið fyrir sósu.

Í steikarpotti í ofni: Hitið ofninn í 120 C. Setið hrygginn í steikarpott með u.þ.b 1 lítra af vatni. Eldið í 2 tíma og 15 mín. í lokuðum steikarpotti. Sigtið soðið og geymið fyrir sósu.

Gljái: 100 g púðursykur, 2 msk. Dijon- sinnep, 1msk., hunang, ½ egg. Öllu hrært saman. Þegar hryggurinn hefur verið eldaður er gott að hjúpa hann með gljáanum og elda í uþb 10-15 mín. til viðbótar, eða þar til gljáinn er farinn að brúnast.

Látið hrygginn standa í uþb 15 mín. áður en hann er skorinn. Kjöthitamælir á að sýna 68 C, óháð eldunaraðferð.

Þrettándi var Kertasníkir,
þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.