Verðlækkun á fóðri

Sláturfélag Suðurlands svf hefur lækkað verð á kúafóðri um 4%
Kálfa og nautaeldisfóðri um 3,5 %
Lækkunin tók gildi  frá og með 1. október 2016

Þess ber að geta að SS hækkaði ekki fóðursverð í júlí eins og aðrir innlendir fóðurframleiðendur gerðu

Upplýsingar gefur Elías Hartmann í síma 575 6005

pdfmynd

Fréttabréf SS haust 2016

Í fréttabréfinu er fjallað um umræðu um landbúnað og búvörusamninga sem oft tekur ekki tillit til þess að landbúnaðar skapar verðmæti sem mælast í mörgu fleiru en verði á kjöti og mjólk.

Fjallað er um erfiða stöðu sauðfjárræktar og haustsláturtíð.

Sýnd er þróun afurðarverðs til bænda frá árinu 2002 og komið inn á nautakjötmarkað og gæðamál.

Að lokum er yfirlit yfir glæsilegan árangur fagmanna SS í Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna og nýjungar frá SS.

Fréttabréf SS – vefútgáfa

Fréttabréf SS – á pdf formi

Sauðfé afurðaverð

Sauðfjárslátrun hefst föstudaginn 4. september 2020 og lýkur föstudaginn 6. nóvember 2020.

Engin þjónustuslátrun verður eftir samfellda sláturtíð.

Taflan sýnir eingöngu verðhlutföll milli sláturvikna en ekki verðið sjálft. Verðhlutföll hjálpa bændum til að meta hvenær hagkvæmast er að slátra eftir aðstæðum hvers og eins.

Verðhlutföll og sláturáætlun sauðfjár 2020

Aukið sauðfjárinnlegg hjá SS haustið 2019

Í ljósi breyttra aðstæðna á markaði og fækkunar sauðfjársláturhúsa hefur SS ákveðið að lengja sláturtíð haustið 2019 um 3 sláturdaga og bjóða nýjum innleggjendum á félagssvæði SS upp á að sækja um innleggsviðskipti með sama rétti og þeir sem fyrir eru. Áætlað er að auka innlegg sem nemur um 8-10 þúsund kindum. Ef sótt verður um heildaraukningu sem er umfram þennan fjölda þá verður magninu skipt niður en þó þannig að ekki verða sótt færri en 100 stk að jafnaði til nýs innleggjanda. Þess er óskað að óskir berist félaginu með tölvupósti til sindrig@ss.is fyrir 1. mars 2019 en þá verður unnið úr umsóknum. Eftirfarandi er yfirlit um sláturtíma og yfirborganir en verðið sjálft verður ákveðið er nær dregur sláturtíð. Stefna SS er að greiða samkeppnishæft afurðaverð og er vel gengur að miðla hluta af rekstrarafgangi til bænda í formi viðbótar á afurðaverð.

Verðhlutföll og sláturáætlun sauðfjár 2019

Verðskrá kindakjöts fyrir árið 2018 – útg. 3.. september 2018.

Verðskrá kindakjöts hjá SS 2018

Í viðhengi hér að neðan eru verðhlutföll sauðfjár ásamt sláturáætlun haustsins 2018.

Sláturáætlun og verðhlutöll 2018

Greiðslutími: Innlegg verður staðgreitt föstudag eftir innleggsviku.

Heimtaka: Í boði er að leggja inn slög og hálsa af heimteknum dilkum til greiðslu á hluta af heimtökukostnaði. Til einföldunar verður annað hvort að leggja alla hálsa og slög af heimteknum dilkum inn í hvert skipti sem lagt er inn eða ekkert. Ef allir hálsar og slög eru innlögð lækkar heimtökugjald sbr. neðangreint. Merkja verður á heimtökublað ef bóndi vill leggja slög og háls inn á móti hluta heimtökugjalds. Vinsamlega athugið að ekki er hægt að taka heim skrokka eftir númerum. Ef bændur vilja taka valda gripi heim þarf að merkja þá á haus fyrir flutning í sláturhús. Gjald í haust fyrir heimtöku og 7 parta sögun er tvískipt. Fyrir magn sem er minna en 15 stk á innleggjanda er gjaldið 3650 kr/stk en á það magn sem er umfram 15 stk er gjaldið 4700 kr/stk. Ef slög og hálsar eru lögð inn verður þetta gjald annars vegar 3200 kr/stk og hins vegar 4250 kr/stk á magn umfram 15 stk. Heimtaka á fullorðnu fé kostar 4050 kr/stk. Fínsögun kostar aukalega 750 kr/stk. Vinsamlega athugið að félagið tekur fullorðna hrúta ekki til innleggs. Í boði er að taka þá heim gegn 5500 kr/stk heimtökugjaldi. Ef þeir eru sendir í sláturhús en ekki teknir heim þá reiknast slátur- og urðunargjald 7000 kr/stk. Afhending á Selfossi, Hvolsvelli og á Fosshálsi er án kostnaðar. Kostnaður af heimsendingum innan félagssvæðis SS er 70 kr/kg. Sent verður með Flytjanda. Slátur fylgir ekki heimteknu kjöti. Virðisaukaskattur bætist við framangreindar fjárhæðir. Bændum stendur til boða að kaupa frosið dilkakjöt með afslætti í sláturtíð en ekki er um að ræða heimtöku á innleggi viðkomandi bónda.

Þjónustuslátrun verður miðvikudaginn 28. nóvember.  Greitt verður 85% af lægsta verði haustsins fyrir innlegg í þjónustuslátrun.   Heimtökublað 2018

Afkoma á fyrri árshelmingi 2016

Fréttatilkynning á pdf. formi með 5 ára yfirliti

Árshlutareikningur jan-jún 2016 á pdf. formi

• Tekjur á fyrri árshelmingi 6.235 m.kr. og aukast um 9% milli ára.
• 305 m.kr. hagnaður á fyrri árshelmingi ársins en 245 m.kr. hagnaður árið áður.
• EBITDA afkoma var 632 m.kr. en 527 m.kr. árið áður.
• Eigið fé 4.468 m.kr. í lok júní og eiginfjárhlutfall 55%.

Árshlutareikningurinn samanstendur af árshlutareikningi Sláturfélags Suðurlands svf. og dótturfélögum þess, Reykjagarði hf. og Hollt og gott ehf.  Sláturfélag Suðurlands keypti 50% eignarhlut í félaginu Hollt og gott ehf. þann 31. ágúst 2015 og er hluti af samstæðunni frá þeim tíma. Hafa þarf það í huga við samanburð rekstrar- og efnahagsliða milli ára.

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á tímabilinu janúar til júní 2016 var 305 m.kr.  Á sama tímabili árið áður var 245 m.kr. hagnaður.  Eigið fé Sláturfélagsins er 4.468 m.kr. í lok júní.

Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 6.235 m.kr. á fyrri árshelmingi ársins 2016, en 5.712 m.kr. á sama tíma árið áður og aukast því um 9%.  Aðrar tekjur voru 6 m.kr. en 2 m.kr. árið áður.

Vöru- og umbúðanotkun var 3.423 m.kr. en 3.307 m.kr. árið áður. Launakostnaður hækkaði um 22%, annar rekstrarkostnaður hækkaði um 8% og afskriftir um tæp 18%. Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 447 m.kr., en 370 m.kr. árið áður.  Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 632 m.kr.  en var 527 m.kr. á sama tíma í fyrra.

Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var engin en árið áður neikvæð um 4 m.kr.  Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 70 m.kr., en voru 63 m.kr., á sama tímabili í fyrra.  Reiknaður tekjuskattur nam 72 m.kr., en 58 m.kr. árið áður.  Hagnaður af rekstri tímabilsins var 305 m.kr. en 245 m.kr. á sama tímabili árið áður.

Veltufé frá rekstri án vaxta og skatta var 627 m.kr. á fyrri árshelmingi ársins 2016, samanborið við 525 m.kr. fyrir sama tímabil árið 2015. Heildareignir Sláturfélagsins 30. júní  voru 8.064 m.kr. og eiginfjárhlutfall 55%.  Veltufjárhlutfall var 2,4 á fyrri hluta ársins 2016, en 2,6 árið áður.

Fjárfest var í varanlegum rekstarfjármunum á fyrri árshelmingi 2016 fyrir 253 m.kr. en 288 m.kr. á sama tímabili árið áður. Seldar voru eignir fyrir 6 m.kr. Á fyrri árshelmingi var m.a. fjárfest í fasteignum en byggt var nýtt 1500 fermetra vöruhús í Þorlákshöfn og í nýjum vélbúnaði fyrir kjötvinnslu.

Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í mars 2016 var í aprílmánuði greiddur 12,0% arður af B-deild stofnsjóðs alls 22 m.kr. og reiknaðir 5% vextir á A-deild stofnsjóðs alls 16 m.kr.

Stjórn og forstjóri staðfestu árshlutareikning samstæðu Sláturfélagsins fyrir tímabilið 1. janúar – 30. júní 2016
með undirritun á stjórnarfundi í dag. Árshlutareikningur samstæðunnar er með könnunaráritun endurskoðenda.

Sláturfélagið er skráð á First North markaðinn hjá NASDAQ OMX.  Viðurkenndir ráðgjafar félagsins (e. Certified Advisors) eru Ágúst H. Ólafsson og Árni Jón Árnason hjá Deloitte – first-north@deloitte.is.  Sláturfélagið birtir upplýsingar um afkomu á sex mánaða fresti.  Ráðgert er að birta afkomu ársins 2016 þann 16. febrúar 2017.

Staða og horfur
Fjárhagsstaða Sláturfélagsins er traust með 55% eiginfjárhlutfall og veltufjárhlutfall 2,4. Langtímatímaskuldir í lok júní 2016 voru 1.815 m.kr. Næsta árs afborganir eru um 86 m.kr. en lán samstæðunnar eru til langs tíma sem tryggir lága árlega greiðslubyrði.

Gert er ráð fyrir áframhaldandi neikvæðum áhrifum af innflutningi á kjöti á rekstur afurðahluta félagsins. Einnig ríkir nokkur óvissa með afsetningu á hluta kindakjötsafurða sem falla til í haust og verðþróun á erlendum mörkuðum auk neikvæðra áhrifa vegna gengisstyrkingar krónu á útflutningstekjur.

Staða lykilvörumerkja félagsins í kjötiðnaði er sterk og ímynd félagsins góð á markaði sem rennir stoðum undir frekari uppbyggingu á markaðsstöðu á komandi árum.  Samt sem áður er reiknað með að erfiðar markaðsaðstæður á kjötmarkaði hafi áfram neikvæð áhrif  á afkomu kjötiðnaðar á árinu.

Matvöruhluti innflutningsdeildar stendur vel. Með nýjum viðskiptasamböndum hefur vöruúrval verið aukið til áframhaldandi vaxtar. Búvöruhluti innflutningsdeildar hefur styrkt stöðu sína á markaði fyrir helstu rekstrarvörur bænda. Sala á Yara áburði til bænda gekk vel á fyrri hluta ársins og sala á fóðurbætiefnum og öðrum rekstrarvörum eykst stöðugt.

Fjárhagsdagatal
Júlí – desember 2016 uppgjör  16. febrúar 2017
Aðalfundur 2017    17. mars 2017

Frekari upplýsingar veita:

Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000 – steinthor@ss.is

Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri í síma 575 6000 – hjalti@ss.is