Breyting á yfirstjórn Sláturfélags Suðurlands og dótturfélagsins Reykjagarðs hf.

Guðmundur Svavarsson tekur við starfi framkvæmdastjóra Reykjagarðs hf.  frá 1. mars n.k. af Hjalta H. Hjaltasyni fjármálastjóra SS sem tók tímabundið við starfi framkvæmdastjóra Reykjagarðs hf. í maí s.l. samhliða starfi sínu sem fjármálastjóri SS.

Guðmundur Svavarsson hóf störf hjá SS árið 1996 sem deildarstjóri innkaupa- og áætlunardeilda í framleiðsludeild. Frá árinu 2001 hefur Guðmundur gengt starfi framleiðslustjóra SS.

Benedikt Benediktsson kjötiðnaðarmeistari og verksmiðjustjóri SS hefur verið ráðinn í starf framleiðslustjóra SS.

 

Reykjavík, 22. febrúar 2018.

Sláturfélag Suðurlands svf. 

Steinþór Skúlason, forstjóri – sími: 575 6000 – steinthor@ss.is

Fréttatilkynningin á pdf. formi

Afkoma á fyrri árshelmingi 2017

Fréttatilkynning á pdf. formi með 5 ára yfirliti

Árshlutareikningur jan-jún 2017 á pdf. formi

• Tekjur á fyrri árshelmingi 6.235 m.kr.  og breytast lítið milli ára.
• 129 m.kr. hagnaður á fyrri árshelmingi ársins en 305 m.kr. hagnaður árið áður.
• EBITDA afkoma var 408 m.kr. en 632 m.kr. árið áður.
• Eigið fé 5.144,8 m.kr. í lok júní og eiginfjárhlutfall 58%.

Árshlutareikningurinn samanstendur af árshlutareikningi Sláturfélags Suðurlands svf. og dótturfélögum þess, Reykjagarði hf. og Hollt og gott ehf.

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á tímabilinu janúar til júní 2017 var 129 m.kr.  Á sama tímabili árið áður var 305 m.kr. hagnaður.  Eigið fé Sláturfélagsins er 5.145 m.kr. í lok júní.

Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 6.235 m.kr. á fyrri árshelmingi ársins 2017 óbreyttar milli ára.  Aðrar tekjur voru 7,4 m.kr. en 6 m.kr. árið áður.

Vöru- og umbúðanotkun var 3.424 m.kr. en 3.423 m.kr. árið áður. Launakostnaður hækkaði um tæp 10%, annar rekstrarkostnaður hækkaði um 11% og afskriftir um tæp 8%. Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 210 m.kr., en 447 m.kr. árið áður.  Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 408 m.kr.  en var 632 m.kr. á sama tíma í fyrra.

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 52 m.kr., en voru 70 m.kr., á sama tímabili í fyrra.  Reiknaður tekjuskattur nam 29 m.kr., en 72 m.kr. árið áður.  Hagnaður af rekstri tímabilsins var 129 m.kr. en 305 m.kr. á sama tímabili árið áður.

Veltufé frá rekstri án vaxta og skatta var 405 m.kr. á fyrri árshelmingi ársins 2017, samanborið við 627 m.kr. fyrir sama tímabil árið 2016. Heildareignir Sláturfélagsins 30. júní  voru 8.797 m.kr. og eiginfjárhlutfall 58%.  Veltufjárhlutfall var 2,3 á fyrri hluta ársins 2017, en 2,4 árið áður.

Hækkun fasteigna vegna endurmats var 121 m.kr.  Fjárfest var í varanlegum rekstarfjármunum á fyrri árshelmingi 2017 fyrir 519 m.kr. en 253 m.kr. á sama tímabili árið áður.  Fjárfest var í fasteignum fyrir 254 m.kr. og vélbúnaði og bifreiðum fyrir 265 m.kr.

Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í mars 2017 var í aprílmánuði greiddur 12,1% arður af B-deild stofnsjóðs alls 22 m.kr. og reiknaðir 5% vextir á A-deild stofnsjóðs alls 17 m.kr.

Stjórn og forstjóri staðfestu árshlutareikning samstæðu Sláturfélagsins fyrir tímabilið 1. janúar – 30. júní 2017
með undirritun á stjórnarfundi í dag. Árshlutareikningur samstæðunnar er með könnunaráritun endurskoðenda.

Sláturfélagið er skráð á First North markaðinn hjá NASDAQ OMX.  Sláturfélagið birtir upplýsingar um afkomu á sex mánaða fresti.  Ráðgert er að birta afkomu ársins 2017 þann 22. febrúar 2018.

Staða og horfur
Fjárhagsstaða Sláturfélagsins er traust með 58% eiginfjárhlutfall og veltufjárhlutfall 2,3. Langtímatímaskuldir í lok júní 2017 voru 1.655 m.kr. Næsta árs afborganir eru um 83 m.kr. en lán samstæðunnar eru til langs tíma.

Afkoma Sláturfélagsins versnaði milli ára en afurðahluti félagsins býr við afar erfið skilyrði. Lágt verð á erlendum mörkuðum fyrir kindakjöt, lokun markaða og gengisstyrking krónu hafði neikvæð áhrif á afkomu á fyrri hluta ársins. Einnig er gert er ráð fyrir að nýr EB tollasamningur muni hafa verulega neikvæð áhrif á innlendan kjötmarkað á næstu árum og því m.a. brýnt að aðlaga kindakjötsframleiðsluna betur að innanlandsmarkaði.

Staða lykilvörumerkja félagsins í kjötiðnaði er sterk og ímynd félagsins góð á markaði sem rennir stoðum undir frekari uppbyggingu á markaðsstöðu á komandi árum.  Samt sem áður er reiknað með að erfiðar markaðsaðstæður á kjötmarkaði hafi áfram neikvæð áhrif  á afkomu kjötiðnaðar á árinu.
Breytingar á smásölumarkaði á vormánuðum höfðu neikvæð áhrif á matvöruhluta innflutningsdeildar og er gert ráð fyrir að svo verði áfram.

Búvöruhluti innflutningsdeildar hefur styrkt stöðu sína á markaði fyrir helstu rekstrarvörur bænda. Sala á Yara áburði til bænda gekk vel á fyrri hluta ársins og sala á fóðurbætiefnum og öðrum rekstrarvörum eykst stöðugt.

Fjárhagsdagatal
Júlí – desember 2017 uppgjör  22. febrúar 2018
Aðalfundur 2018    23. mars 2018

Frekari upplýsingar veita:

Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000 – steinthor@ss.is

Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri í síma 575 6000 – hjalti@ss.is

Breyting á yfirstjórn Reykjagarðs hf. dótturfélags Sláturfélags Suðurlands

Samkomulag hefur orðið um starfslok Matthíasar H. Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Reykjagarðs hf. og mun hann ljúka störfum á næstu dögum.

Matthías hefur leitt Reykjagarð í gegnum mikla uppbyggingu á undanförnum árum sem hefur skilað markverðum árangri. Stjórn Reykjagarðs þakkar Matthíasi fyrir mikilsvert framlag og óskar honum velfarnaðar.

Að beiðni stjórnar Reykjagarðs hefur Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri SS tekið tímabundið við starfi framkvæmdastjóra Reykjagarðs hf. samhliða starfi sínu sem fjármálastjóri SS. Fyrirkomulag þetta er til skamms tíma uns nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn fyrir Reykjagarð.

Reykjavík, 11. maí 2017.

Sláturfélag Suðurlands svf.

Steinþór Skúlason, forstjóri – sími: 575 6000 – steinthor@ss.is

Fréttatilkynningin á pdf. formi

Niðurstöður aðalfundar 17. mars 2017

Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á aðalfundi 17. mars 2017.  Hér á PDF. formi.

1.  Tillaga stjórnar um vexti af stofnsjóði og greiðslu arðs.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. leggur til við aðalfund að greiddur verði 12,1%  arður af B-deild stofnsjóðs þar af er verðbótaþáttur 2,1% skv. 1. mgr. 14. gr. samþykkta félagsins, alls kr. 21.788.994,- eða 0,12 kr. á hvern útgefin hlut. Jafnframt að reiknaðir verði 5% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls kr. 17.027.514,-  Arðleysisdagur er 20. mars og arðréttindadagur er 21. mars.  Greiðsludagur arðs er 26. apríl n.k.

2.  Kosning stjórnar.
Stjórn félagsins eftir kosningar skipa eftirtaldir:

Aðalmenn:
Hallfreður Vilhjálmsson, formaður, kt. 031259-4449
Kristinn Jónsson, varaformaður, kt. 020460-3939
Jóhanna Bríet Ingólfsdóttir, ritari, kt. 140745-3329
Ingibjörg Daníelsdóttir, kt. 081254-5329
Sverrir Gíslason, kt. 060469-4319

Til vara:
Aðalsteinn Guðmundsson, kt. 010552-2069
Björn Harðarson, kt. 011059-3769
Guðmundur H. Davíðsson, kt. 020659-2119
Guðmundur Ómar Helgason, kt. 290672-3689
Þorsteinn Logi Einarsson, kt. 221082-5169

3.  Kosning skoðunarmanna og endurskoðenda.
Löggiltur endurskoðandi:
Deloitte hf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur

Skoðunarmenn:
Aðalmenn:
Ásbjörn Sigurgeirsson, kt. 200752-2529
Bjarni Jónsson, kt. 300952-3649

Varaskoðunarmenn:
Esther Guðjónsdóttir, kt. 010366-5509
Gunnar Sigurjónsson, kt. 170166-3299

4. Laun stjórnar og skoðunarmanna.
Stjórnarformaður kr. 1.272.000,-  á ári.
Meðstjórnendur kr.  635.500,-  á ári.
Skoðunarmenn kr. 167.000,- á ári.
Endurskoðunarnefnd(stjórnarmaður) kr. 167.000,-  á ári.

5. Eftirfarandi tillaga sem barst fyrir aðalfundinn dagsett 3. mars var samþykkt.
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands haldinn á Goðalandi í Fljótshlíð 17. mars 2017, samþykkir að  stjórn Sláturfélags Suðurlands taki það til skoðunar að ráða sölu- og markaðsstjóra í fullt starf sem verði jafnframt hluti af yfirstjórn félagsins.