Breyting á yfirstjórn Sláturfélags Suðurlands og dótturfélagsins Reykjagarðs hf.

Guðmundur Svavarsson tekur við starfi framkvæmdastjóra Reykjagarðs hf.  frá 1. mars n.k. af Hjalta H. Hjaltasyni fjármálastjóra SS sem tók tímabundið við starfi framkvæmdastjóra Reykjagarðs hf. í maí s.l. samhliða starfi sínu sem fjármálastjóri SS.

Guðmundur Svavarsson hóf störf hjá SS árið 1996 sem deildarstjóri innkaupa- og áætlunardeilda í framleiðsludeild. Frá árinu 2001 hefur Guðmundur gengt starfi framleiðslustjóra SS.

Benedikt Benediktsson kjötiðnaðarmeistari og verksmiðjustjóri SS hefur verið ráðinn í starf framleiðslustjóra SS.

 

Reykjavík, 22. febrúar 2018.

Sláturfélag Suðurlands svf. 

Steinþór Skúlason, forstjóri – sími: 575 6000 – steinthor@ss.is

Fréttatilkynningin á pdf. formi