Guðmundur Svavarsson tekur við starfi framkvæmdastjóra Reykjagarðs hf.  frá 1. mars n.k. af Hjalta H. Hjaltasyni fjármálastjóra SS sem tók tímabundið við starfi framkvæmdastjóra Reykjagarðs hf. í maí s.l. samhliða starfi sínu sem fjármálastjóri SS.

Guðmundur Svavarsson hóf störf hjá SS árið 1996 sem deildarstjóri innkaupa- og áætlunardeilda í framleiðsludeild. Frá árinu 2001 hefur Guðmundur gengt starfi framleiðslustjóra SS.

Benedikt Benediktsson kjötiðnaðarmeistari og verksmiðjustjóri SS hefur verið ráðinn í starf framleiðslustjóra SS.

 

Reykjavík, 22. febrúar 2018.

Sláturfélag Suðurlands svf. 

Steinþór Skúlason, forstjóri – sími: 575 6000 – steinthor@ss.is

Fréttatilkynningin á pdf. formi