Afkoma ársins 2015

Fréttatilkynning á pdf. formi með 5 ára yfirliti

Ársreikningur 2015 á pdf. formi

• Tekjur ársins 10.701 m.kr. en 10.628 m.kr. árið 2014
• 230 m.kr. hagnaður á árinu á móti 433 m.kr. árið áður
• EBITDA afkoma var 726 m.kr. en 950 m.kr. árið 2014
• Eigið fé 4.189 m.kr. og eiginfjárhlutfall 53%

Samstæðuársreikningurinn samanstendur af ársreikningi Sláturfélags Suðurlands svf. og dótturfélaga þess, Reykjagarðs hf. og Hollt & Gott ehf.  Sláturfélag Suðurlands keypti 50% eignarhluta í Hollu & Góðu ehf. þann 31. ágúst 2015 og er félagið hluti af samstæðunni frá þeim tíma. Hafa þarf það í huga við samanburð rekstrar- og efnahagsliða milli ára.

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á árinu 2015 var 230 m.kr. skv. rekstarreikningi.  Árið áður var 433 m.kr. hagnaður.  Eigið fé er 4.189 m.kr. og eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 53%.

Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 10.701 m.kr. árið 2015, en 10.628 m.kr. árið áður og hækka því um tæpt 1%.  Aðrar tekjur voru 21 m.kr. en 24 m.kr. árið áður.

Vöru- og umbúðanotkun var 5.594 m.kr. en 5.735 m.kr. árið áður.  Launakostnaður var 2.555 m.kr. og hækkaði um rúm 11%, annar rekstrarkostnaður var 1.848 m.kr. og hækkaði um tæp 11%.  Afskriftir hækkuðu um tæp 6%.  Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 396 m.kr., en 638 m.kr. árið áður.  Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 726 m.kr.  en var 950 m.kr. árið áður.

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 113 m.kr., en voru 117 m.kr. árið áður.  Gengishagnaður var
1 m.kr. samanborið við 13 m.kr. gengistap árið áður.

Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var jákvæð um 1 m.kr. en árið áður um 14 m.kr.  Reiknaður gjaldfærður tekjuskattur er 55 m.kr. en 101 m.kr. árið áður.  Hagnaður af rekstri ársins var 230 m.kr. en 433 m.kr. árið áður. Minni hagnaður milli ára skýrist m.a. af lakari afkomu dótturfélaga og afurðahluta félagsins.

Veltufé frá rekstri án vaxta og skatta var 724 m.kr. árið 2015 samanborið við 948 m.kr. árið 2014.  Heildareignir Sláturfélagsins 31. desember 2015 voru 7.967 m.kr. og eiginfjárhlutfall 53%, óbreytt frá fyrra ári.   Veltufjárhlutfall var 2,1 árið 2015, en 2,5 árið áður.

Fjárfest var á árinu fyrir 633 m.kr. í varanlegum rekstrarfjármunum en 491 m.kr. árið áður.  Seldar voru eignir fyrir 11 m.kr.  Á árinu var fjárfest í fasteignum fyrir 257 m.kr., vélum og tækjabúnaði fyrir 300 m.kr. og bifreiðum 76 m.kr.

Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í mars 2015 var í aprílmánuði greiddur 11,0% arður af B-deild stofnsjóðs alls 20 m.kr. og reiknaðir 5% vextir á A-deild stofnsjóðs alls 16 m.kr.

Stjórnin staðfesti endurskoðaðan ársreikning félagsins á stjórnarfundi í dag.

Sláturfélagið er skráð á First North hjá NASDAQ OMX.  Viðurkenndir ráðgjafar félagsins (e. Certified Advisors) eru Ágúst H. Ólafsson og Árni Jón Árnason hjá Deloitte – first-north@deloitte.is.  Sláturfélagið birtir upplýsingar um afkomu á sex mánaða fresti.  Ráðgert er að birta afkomu fyrri árshelmings ársins 2016 þann 25. ágúst 2016.

Aðalfundur
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn föstudaginn 18. mars n.k.  Stjórn félagsins mun þar leggja til að greiddur verði 12% arður af B-deild stofnsjóðs, þar af verðbótarþáttur 2%, alls 21,6 m.kr. eða 0,12 kr. á hvern útgefin hlut og reiknaðir 5% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls 16,4 m.kr.

Staða og horfur
Afkoma Sláturfélagsins versnaði milli ára en erfið staða er á kjötmarkaði. Fjárhagsstaða félagsins er samt sem áður mjög sterk með 53% eiginfjárhlutfall og veltufjárhlutfall 2,1. Árleg greiðslubyrði lána er lág miðað við greiðslugetu félagsins og skuldahlutfall lágt.

Áhrif af lokun á sölu kjöts til Rússlands og mikil verðlækkun á aukaafurðum og gærum hafði neikvæð áhrif á rekstur afurðahluta félagsins á árinu 2015. Gert er ráð fyrir að svo verði áfram á árinu 2016.

Verkfall dýralækna á vordögum olli mikilli truflun og var afurðahluta félagsins kostnaðarsamt.

Staða lykilvörumerkja SS í kjötiðnaði er sterk og ímynd félagsins á markaði góð. Samt sem áður er reiknað með að erfiðar markaðsaðstæður á kjötmarkaði hafi neikvæð áhrif á afkomu kjötiðnaðar á árinu.

Matvöruhluti innflutningsdeildar og búvöruhluti innflutningsdeildar er vaxandi í starfsemi félagins. Sala á áburði, kjarnfóðri og öðrum rekstrarvörum bænda gengur vel og góð tækifæri til áframhaldandi vaxtar.

Fjárhagsdagatal
Aðalfundur 201618. mars 2016
Janúar - júní 2016 uppgjör25. ágúst 2016
Júlí - desember 2016 uppgjör16. febrúar 2017
Aðalfundur 201717. mars 2017

 

Frekari upplýsingar veitir:

Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000 – steinthor@ss.is
Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri í síma 575 6000 – hjalti@ss.is

SS kaupir Hollt og Gott ehf.

Sláturfélag Suðurlands hefur fest kaup á öllu hlutafé framleiðslufyrirtækisins Hollt og Gott ehf. af meðeiganda sínum Auðhumlu svf. Fyrir kaupin átti SS 50% í Hollu og Góðu. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Hollt og Gott sérhæfir sig í framleiðslu á fersku salati, brauðsalati, sósum og ýmsum vörum úr grænmeti og ávöxtum. Fyrirtækið var stofnað í júní 1995 af Ágæti og SS og er til húsa að Fosshálsi 1, Reykjavík. Framkvæmdastjóri er Máni Ásgeirsson.

Kaupin eru liður í áherslu SS að styrkja sig á framleiðslusviði matvæla. Hjá Hollt og Gott starfa 34 starfsmenn.

Frekari upplýsingar veitir:

Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000 – steinthor@ss.is
Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri í síma 575 6000 – hjalti@ss.is

Afkoma á fyrri árshelmingi 2015

Fréttatilkynning á pdf. formi með 5 ára yfirliti

Árshlutareikningur jan-jún 2015 á pdf. formi

• Tekjur á fyrri árshelmingi 5.712 m.kr. og minnka um 1% milli ára.
• 245 m.kr. hagnaður á fyrri árshelmingi ársins en 255 m.kr. hagnaður árið áður.
• EBITDA afkoma var 527 m.kr. en 532 m.kr. árið áður.
• Eigið fé 4.206 m.kr. í lok júní og eiginfjárhlutfall 55%.

Árshlutareikningurinn samanstendur af árshlutareikningi Sláturfélags Suðurlands svf. og dótturfélagi þess, Reykjagarði hf.

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á tímabilinu janúar til júní 2015 var 245 m.kr.  Á sama tímabili árið áður var 255 m.kr. hagnaður.  Eigið fé Sláturfélagsins er 4.206 m.kr. í lok júní.

Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 5.712 m.kr. á fyrri árshelmingi ársins 2015, en 5.757 m.kr. á sama tíma árið áður og lækka því um 1%.  Aðrar tekjur voru 2 m.kr. en 11 m.kr. árið áður.

Vöru- og umbúðanotkun var 3.307 m.kr. en 3.469 m.kr. árið áður. Launakostnaður hækkaði um tæp 5%, annar rekstrarkostnaður hækkaði um tæp 9% og afskriftir óbreyttar. Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 370 m.kr., en 375 m.kr. árið áður.  Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 527 m.kr.  en var 532 m.kr. á sama tíma í fyrra.

Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var neikvæð um 4 m.kr. en árið áður jákvæð um 14 m.kr.  Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 63 m.kr., en voru 74 m.kr., á sama tímabili í fyrra.  Reiknaður tekjuskattur nam 58 m.kr., en 60 m.kr. árið áður.  Hagnaður af rekstri tímabilsins var 245 m.kr. en 255 m.kr. á sama tímabili árið áður.

Veltufé frá rekstri án vaxta og skatta var 525 m.kr. á fyrri árshelmingi ársins 2015, samanborið við 529 m.kr. fyrir sama tímabil árið 2014. Heildareignir Sláturfélagsins 30. júní  voru 7.652 m.kr. og eiginfjárhlutfall 55%.  Veltufjárhlutfall var 2,6 á fyrri hluta ársins 2015, en 2,8 árið áður.

Fjárfest var í varanlegum rekstarfjármunum á fyrri árshelmingi 2015 fyrir 288 m.kr. en 251 m.kr. á sama tímabili árið áður. Seldar voru eignir fyrir 3 m.kr. Á fyrri árshelmingi var m.a. fjárfest umtalsvert í nýjum vélbúnaði fyrir kjötvinnslu, auk endurbóta á húsnæði.

Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í mars 2015 var í aprílmánuði greiddur 11,0% arður af B-deild stofnsjóðs alls 20 m.kr. og reiknaðir 5% vextir á A-deild stofnsjóðs alls 16 m.kr.

Stjórn og forstjóri staðfestu árshlutareikning samstæðu Sláturfélagsins fyrir tímabilið 1. janúar – 30. júní 2015 með undirritun á stjórnarfundi í dag. Árshlutareikningur samstæðunnar er með könnunaráritun endurskoðenda.

Sláturfélagið er skráð á First North markaðinn hjá NASDAQ OMX.  Viðurkenndir ráðgjafar félagsins (e. Certified Advisors) eru Ágúst H. Ólafsson og Árni Jón Árnason hjá Deloitte – first-north@deloitte.is.  Sláturfélagið birtir upplýsingar um afkomu á sex mánaða fresti.  Ráðgert er að birta afkomu ársins 2015 þann 18. febrúar 2016.

Staða og horfur
Fjárhagsstaða Sláturfélagsins er traust með 55% eiginfjárhlutfall og veltufjárhlutfall 2,6.  Langtímatímaskuldir í lok júní 2015 voru 1.813 m.kr. Næsta árs afborganir eru um 91 m.kr. en lán samstæðunnar eru til langs tíma sem tryggir lága árlega greiðslubyrði.

Gert er ráð fyrir áframhaldandi neikvæðum áhrifum af innflutningi á kjöti á rekstur afurðahluta félagsins. Einnig ríkir nokkur óvissa með afsetningu á hluta kindakjötsafurða sem falla til í haust og verðþróun á erlendum mörkuðum.

Staða lykilvörumerkja félagsins í kjötiðnaði er sterk og ímynd félagsins góð á markaði sem rennir stoðum undir frekari uppbyggingu á markaðsstöðu á komandi árum.  Samt sem áður er reiknað með að erfiðar markaðsaðstæður á kjötmarkaði hafi áfram neikvæð áhrif  á afkomu kjötiðnaðar á árinu.

Matvöruhluti innflutningsdeildar stendur vel. Með nýjum viðskiptasamböndum hefur vöruúrval verið aukið til áframhaldandi vaxtar. Búvöruhluti innflutningsdeildar hefur styrkt stöðu sína á markaði fyrir helstu rekstrarvörur bænda. Sala á Yara áburði til bænda gekk vel á fyrri hluta ársins og sala á dlg kjarnfóðri og öðrum rekstrarvörum eykst stöðugt.

Fjárhagsdagatal
Júlí – desember 2015 uppgjör  18. febrúar 2016
Aðalfundur 2016    18. mars 2016

 

Frekari upplýsingar veita:

Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000 – steinthor@ss.is

Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri í síma 575 6000 – hjalti@ss.is

Niðurstöður aðalfundar 20. mars 2015

Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á aðalfundi 20. mars 2015.  Hér á PDF. formi.

1.  Tillaga stjórnar um vexti af stofnsjóði og greiðslu arðs.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. leggur til við aðalfund að greiddur verði 11%  arður af B-deild stofnsjóðs þar af er verðbótaþáttur 1% skv. 1. mgr. 14. gr. samþykkta félagsins, alls kr. 19.808.177,- eða 0,11 kr. á hvern útgefin hlut. Jafnframt að reiknaðir verði 5% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls kr. 15.797.339,-  Arðleysisdagur er 23. mars og arðréttindadagur er 24. mars.  Greiðsludagur arðs er 17. apríl n.k.

2.  Kosning stjórnar.
Stjórn félagsins eftir kosningar skipa eftirtaldir:

Aðalmenn:
Hallfreður Vilhjálmsson, formaður, kt. 031259-4449
Sigurlaug Jónsdóttir, varaformaður, kt. 170657-2099
Kristinn Jónsson, ritari, kt. 020460-3939
Guðmundur H. Davíðsson, kt. 020659-2119
Jóhanna Bríet Ingólfsdóttir, kt. 140745-3329

Til vara:
Aðalsteinn Guðmundsson, kt. 010552-2069
Björn Harðarson, kt. 011059-3769
Guðmundur Ómar Helgason, kt. 290672-3689
Guðmundur Jónsson, kt. 280852-2879
Ingibjörg Daníelsdóttir, kt. 081254-5329

3.  Kosning skoðunarmanna og endurskoðenda.
Löggiltur endurskoðandi:
Deloitte hf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur

Skoðunarmenn:
Aðalmenn:
Ásbjörn Sigurgeirsson, kt. 200752-2529
Bjarni Jónsson, kt. 300952-3649

Varaskoðunarmenn:
Esther Guðjónsdóttir, kt. 010366-5509
Gunnar Sigurjónsson, kt. 170166-3299

4. Laun stjórnar og skoðunarmanna.
Stjórnarformaður kr. 1.167.000,-  á ári.
Meðstjórnendur kr.  583.000,-  á ári.
Skoðunarmenn kr. 153.000,- á ári.
Endurskoðunarnefnd(stjórnarmaður) kr. 153.000,-  á ári.