Breyting á verðskrá nautgripa

SS hefur ákveðið að gera breytingar á verðskrá nautgripa frá og með 2. Nóvember. Helstu breytingar eru þær að verðhlutföll milli gæðaflokka eru samræmd og betri flokkar eru hækkaðir miðað við holdminnsta flokkinn P. Jafnframt er dregið úr frádrætti vegna fitu. Flestir flokkar ungneyta hækka í verði við breytinguna. Þessi breyting er í samræmi við kröfur markaðarins um meira framboð af betur öldum gripum.

 

https://www.ss.is/nautgripir-afurdaverd/

Aðgerðir vegna Kórónuveiru

Kæri innleggjandi                                                                                      Selfossi 20.08.20

 

Nú á tímum kórónuveirunnar er krefjandi að undirbúa sláturtíð. Það er búið að leggja í mikla vinnu við að undirbúa verkefnið eins vel og hægt er.  Það er mikilvægt að verja starfsstöðina fyrir smithættu sem frekast er kostur. Í því ljósi er ekki annað í stöðunni til að sporna við því að smit komist inn í húsið en að hefta aðgengi utanaðkomandi aðila inn í sláturhúsið og sláturhúslóðina á komandi hausti.

  • Aðgangur að starfsstöð SS Selfossi verður einungis heimill fyrir starfsfólk. Bændur og aðrir utanaðkomandi munu ekki geta komið inn á lóð í rétt, matsal, skrifstofu eða aðra vinnslusali.
  • Sökum þess að bændur geta ekki fylgt fé sínu til slátrunar er mikilvægt að móttökukvittun frá bílstjóra sé rétt útfyllt og allar upplýsingar um innleggjanda séu réttar
  • Vigtarseðlar verða sendir í tölvupósti eins og áður. Mikilvægt er að rétt netföng séu skráð og ef breytingar verða þá láta þá vita.
  • Þeim bændum, sem hafa keyrt fé sitt til slátrunar sjálfir, er heimilt að koma að réttinni. Þar verður bjalla ásamt símanúmeri réttarstjóra og þarf að hringja bjöllu til að fá afgreiðslu.
  • Heimtökublöð þurfa að vera skilmerkilega útfyllt og tilbúin þegar bílstjóri kemur, sjá nánari útfærslu á https://www.ss.is/heimtaka/
  • Við afhendingu fjár verður að gæta að a.m.k. 2 metra aðskilnaði frá bílstjóra og ástöðumanni til að minnka líkur á að smit geti borist inn í stöðina
  • Heimtaka verður með þeim hætti að þegar sækja á heimtöku á Selfossi er það hægt í frystihúsinu á milli kl. 13-17 man-fös og 8-12 á laugardögum og nauðsynlegt er að hringja á undan sér áður en sótt er í s.480-4111. Eftir sem áður verður hægt að sækja á Hvolsvöll og á Fossháls.

Rétt að benda á símanúmerið okkar er 480-4100 og netfangið er slatrun@ss.is  Þar munum við reyna að leysa úr öllum málum sem upp koma.

Vonum að allir sýni þessum aðgerðum skiling í ljósi aðstæðna og hjálpi okkur að láta þetta ganga upp.

Með fyrirfram þökk

Benedikt Benediktsson

framleiðslustjóri

Fagmenn SS sigursælir í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna 2020

Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna var haldin í mars. Kjötiðnaðarmenn sendu inn vörur sínar sem voru dæmdar og í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19 fengu þeir verðlaunin send heim án þess að komið væri saman. Það var mjög ánægjulegt að sjá hversu fagmenn Sláturfélags Suðurlands uppskáru sérlega vel í keppninni og titillinn Kjötmeistari Íslands féll í skaut Bjarka Frey Sigurjónssyni sem var stigahæstur allra með 243 stig. Fast á hæla honum kom svo Steinar Þórarinsson einnig frá Sláturfélaginu með 241 stig. Pylsur hafa notið vaxandi vinsælda síðustu ár og það var því gaman að Ostapylsan frá SS skyldi vera valin Besta matarpylsan 2020.

Sláturfélag Suðurlands leggur mikinn metnað í vöruþróun, fjölbreytt vöruval og gæði. Að hafa kappsama starfsmenn sem eru ávallt tilbúnir að leggja örlítið meira á sig, gera tilraunir og prófa sig áfram er lykillinn að góðum árangri. Allir hlekkir í virðiskeðjunni eru mikilvægir, bændurnir – eigendurnir sjálfir, afurðastöðin, vinnslan og þeir sem þar starfa, dreifingin, allt þar til varan er komin á borð neytenda.

Fæðuöryggi okkar Íslendinga hefur fengið nýja og stærri merkingu fyrir marga á þessum viðsjárverðu tímum og óhætt að segja að þessi mikla eftirspurn að undanförnu eftir heilnæmum og góðum matvælum sé okkur hjá Sláturfélaginu enn frekari hvatning til áframhaldandi afreka þó það endurspeglist raunar alltaf í slagorðinu okkar – SS, fremst fyrir bragðið.

Frá SS fengu þessir kjötiðnaðarmenn verðlaun og Sláturfélagið færir þeim innilegar hamingjuóskir og horfir með bjartsýni til þess að þróa með þeim enn frekari nýjungar og fleiri frábærar vörur:

Benedikt Benediktsson
Besta varan úr svínakjöti: Rauðvínssalamí

Jónas Pálmar Björnsson
Besta varan úr folalda- og hrossakjöti: Fjalla-Cayen-grafið hrossafillé
og besta varan úr nautakjöti sem og í flokknum sælkeravörur:
Grafið nautafillé með lakkrískeim. 

Oddur Árnason
Lambaorðan, besta varan úr lambakjöti: Tindfjallahangikjet
Oddur Árnason

Steinar Þórarinsson
Besta varan í elduðum kjötvörum: Sviðasulta

Jón Sigurðsson
Besta varan í flokknum soðnar pylsur: Piparostapylsur með sveppum

Kjötmeistari Íslands 2020 Bjarki Freyr Sigurjónsson

 

Fagmenn SS – myndin er samsett

 

 

Bleikt rúlluplast til sölu í sumar frá búvörudeild SS

Eins og sjá má á frétt mbl.is í dag þá mun búvörudeild SS bjóða til sölu bleikt rúlluplast fyrir bændur í sumar. Bleiku rúllurnar seljast á hagstæðara metraverði og af hverri seldri rúllu munu 425 kr. renna til Krabbameinsfélagsins. Með þessu framtaki vill fyrirtækið leggja sitt af mörkum og verður gaman að sjá hvort bleikir heybaggar verði ekki algeng sjón á túnum landsins í sumar.