Eins og sjá má á frétt mbl.is í dag þá mun búvörudeild SS bjóða til sölu bleikt rúlluplast fyrir bændur í sumar. Bleiku rúllurnar seljast á hagstæðara metraverði og af hverri seldri rúllu munu 425 kr. renna til Krabbameinsfélagsins. Með þessu framtaki vill fyrirtækið leggja sitt af mörkum og verður gaman að sjá hvort bleikir heybaggar verði ekki algeng sjón á túnum landsins í sumar.