SS hefur ákveðið að gera breytingar á verðskrá nautgripa frá og með 2. Nóvember. Helstu breytingar eru þær að verðhlutföll milli gæðaflokka eru samræmd og betri flokkar eru hækkaðir miðað við holdminnsta flokkinn P. Jafnframt er dregið úr frádrætti vegna fitu. Flestir flokkar ungneyta hækka í verði við breytinguna. Þessi breyting er í samræmi við kröfur markaðarins um meira framboð af betur öldum gripum.

 

https://www.ss.is/nautgripir-afurdaverd/