Breyting á afurðaverði nautgripa frá 2. maí 2022

Góðan dag

SS gerir breytingu á afurðarverði nautgripa frá og með 2.maí nk. Hækkun á grunnverði í öllum flokkum um 4% að undanskildum breytingum á verðhlutfalli í þessum flokkum hér að neðan

  • UN<200  úr 88% i 86%  sem gerir 2% hækkun
  • UN 200-260  úr 98% í 97% sem gerir 3% hækkun
  • Naut <200 úr 90% í 86% sem gerir 0,5% lækkun

Meðfylgjandi er ný verðskrá:
https://www.ss.is/nautgripir-afurdaverd/

Hryggur sagaður í kótilettur

Vegna umræðu um hvað séu kótilettur og hvað ekki er rétt að sýna sögun hjá SS á hryggjum fyrir pakkningu með kótilettum sem komið hefur til umræðu.

Skv. Kjötbókinni þá er hryggur skilgreindur með eftirfarandi hætti.

„Lambahryggur fæst með sögun úr miðjum skrokk. Hryggurinn er aðskilinn frá læri og framparti með þverskurði milli 6. og 7. spjaldhryggjarliðar og 5. og 6. brjóskhryggjarliðar. Hann er aðskilinn frá slögum með langskurði 12 cm frá miðlínu hryggsins. Í þessum hrygg er hvorki mjaðmaspaði né herðablað.“

Í skrokk eru 13 rif svo þessi skilgreining miðar við að það séu 8 rif í hrygg. Hryggir sem SS selur eru með 7 rifjum og því betri vara en Kjötbókin lýsir.

Á meðfylgjandi mynd má sjá 7 rifja hrygg fyrir sögun. Þverskurðurinn sem snýr fram (að frampartinum) sést. Á hinni myndinni sjást kótiletturnar sem koma úr hálfum svona hrygg. Sneiðarnar sem eru vinstra megin eru úr rifjahluta hryggsins en þær sem eru hægra megin eru úr lundarhluta hryggsins.

Sneiðarnar efst vinstra megin eru úr fremsta hluta hryggsins og svipaðar og þær sem birtar voru í fjölmiðlaumfjöllun.

Hver pakkning sem SS selur af þessum kótilettum er með um 16 kótilettum. Það er eðlilegt að af þessum 16 sneiðum þá séu 2-3 sem koma af fremsta hluta hryggsins.

Dýravelferð / óhrein sláturdýr

Ágæti viðtakandi
Eins og kunnugt er sendi SS út bréf í maí 2020 vegna óhreinna sláturdýra. Þar var boðuð verðskerðing á þeim gripum sem koma skítugir til sláturhúss. Við höfum leitað allra leiða til að forðast þess að henda þurfi gripum sem falla í flokk 2 og 3. Það hefur tekist með því að raka gripina á þeim svæðum sem hætta er á að kjötskrokkar mengist við slátrun.
Þetta kallar að meiri vinnu í slátrun þesssara gripa. Frá og með 15.nóvember munum við byrja að verðaskerða alla gripi sem lenda í flokkum 2 og 3. Verðskerðingin mun verða hófleg eða 10.000 kr. á grip. Myndir verða teknar af öllum gripum sem lenda í áðurnefndum flokkum og ef bóndi óskar eftir því að sjá myndirnar þá munum við senda þær til bóndans.

Reglur MAST:
https://umsokn.mast.is/onequalityweb/Displaydocument.aspx?itemid=076371667071121929391

 

Merkingar nautripa
Bændur hafa fengið uppl. frá MAST um merkingar nautgripa í bréfi frá 29.júní sl. og einnig með tölvupósti frá SS þann 16.sept sl. Nú er svo komið að allir nautgripir verða að vera með eyrnamerki í báðum eyrum. Ef gripir koma til sláturhús ómerktir og ekki með undanþágu er hætta á að þeim grip verði hent og þann kostnað mun bóndin bera.

Reglur um merkingar nautgripa eru settar fram í reglugerð nr. 916/2012 og í reglugerð EB 2019/2035 sem innleidd hefur verið hér á landi.
Um merkingar nautgripa segir í 1. mgr. 6. gr. reglugerðar 916/2012 : „Nautgripir skulu merktir með forprentuðu plötumerki í bæði eyru innan 20 daga frá fæðingu. Á merkjunum skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar:

  1. YD-einkennisstafi Matvælastofnunar.
  2. IS-einkennisstafi Íslands.
  3. Búsnúmer.
  4. Gripanúmer.“

Í íslensku reglugerðinni, 912/2012 er tekið fram að Matvælastofnun geti veitt undanþágu frá hinni almennu reglu um merkingar. Slíka undanþágubeiðni þarf ávallt að senda með a.m.k 1 sólarhrings fyrirvara til héraðsdýralæknis í umdæmi viðkomandi sláturhúss og á henni þarf eftirfarandi að koma fram: nafn og bú innleggjanda, búsnúmer og einstaklingsnúmer viðkomandi grips ásamt lýsingu á gripnum eins og hún er í Huppu og/eða mynd af gripnum. Einnig þarf að koma fram skýring á því hvers vegna nauðsynlegt er að sækja um undanþágu. Það er því aðeins heimilt að senda gripinn til slátrunar ef sótt hefur verið um undanþágu fyrirfram.
Eingungis verða veittar undanþágur þar sem handsömun gripa veldur hættu á mannskaða eða álíka

https://www.mast.is/is/baendur/nautgriparaekt/merking-og-skraning

Breyting á afurðarverði ungneytakjöts

SS hefur ákveðið að gera breytingar á afurðarverði ungneytakjöts.

Það er mikilvægt að verðlagning hvetji til framleiðslu á gæðakjöti til að innlend framleiðsla standist samanburð við aukinn innflutning.

Í því skyni eru eftirfarandi breytingar gerðar.

Ungneyti í betri matsflokkum (O og betra) í þyngd yfir 260 kg eru hækkuð í verði.

Ungneyti í lökustu matsflokkunum P- til O- eru lækkuð í öllum þyngdarflokkum.

Allir flokkar ungneyta undir 200 kg eru lækkaðir.

Breytingarnar taka gildi 30.ágúst nk.

Hér má sjá nýja verðskrá

https://www.ss.is/wp-content/uploads/2021/08/Ungneyti-30082021.pdf

 

Breyting á verðskrá nautgripa

Vegna birgðasöfnunar og versnandi stöðu á kjötmarkaði lækkar innleggsverð nautgripa frá og með 18. janúar næstkomandi. Allir flokkar nema ungkálfar lækka um 5% og gripir sem eru undir 200 kg lækka um 3-5% umfram almennu lækkunina. Ungkálfar eru hækkaðir um 10% til að hvetja til minni ásetnings.

 

Athugið að fallið hefur verið frá fyrirhugaðri verðbreytingu, sjá nánar hér.

 

Nautgripir – afurðaverð