Ágæti viðtakandi
Eins og kunnugt er sendi SS út bréf í maí 2020 vegna óhreinna sláturdýra. Þar var boðuð verðskerðing á þeim gripum sem koma skítugir til sláturhúss. Við höfum leitað allra leiða til að forðast þess að henda þurfi gripum sem falla í flokk 2 og 3. Það hefur tekist með því að raka gripina á þeim svæðum sem hætta er á að kjötskrokkar mengist við slátrun.
Þetta kallar að meiri vinnu í slátrun þesssara gripa. Frá og með 15.nóvember munum við byrja að verðaskerða alla gripi sem lenda í flokkum 2 og 3. Verðskerðingin mun verða hófleg eða 10.000 kr. á grip. Myndir verða teknar af öllum gripum sem lenda í áðurnefndum flokkum og ef bóndi óskar eftir því að sjá myndirnar þá munum við senda þær til bóndans.

Reglur MAST:
https://umsokn.mast.is/onequalityweb/Displaydocument.aspx?itemid=076371667071121929391

 

Merkingar nautripa
Bændur hafa fengið uppl. frá MAST um merkingar nautgripa í bréfi frá 29.júní sl. og einnig með tölvupósti frá SS þann 16.sept sl. Nú er svo komið að allir nautgripir verða að vera með eyrnamerki í báðum eyrum. Ef gripir koma til sláturhús ómerktir og ekki með undanþágu er hætta á að þeim grip verði hent og þann kostnað mun bóndin bera.

Reglur um merkingar nautgripa eru settar fram í reglugerð nr. 916/2012 og í reglugerð EB 2019/2035 sem innleidd hefur verið hér á landi.
Um merkingar nautgripa segir í 1. mgr. 6. gr. reglugerðar 916/2012 : „Nautgripir skulu merktir með forprentuðu plötumerki í bæði eyru innan 20 daga frá fæðingu. Á merkjunum skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar:

  1. YD-einkennisstafi Matvælastofnunar.
  2. IS-einkennisstafi Íslands.
  3. Búsnúmer.
  4. Gripanúmer.“

Í íslensku reglugerðinni, 912/2012 er tekið fram að Matvælastofnun geti veitt undanþágu frá hinni almennu reglu um merkingar. Slíka undanþágubeiðni þarf ávallt að senda með a.m.k 1 sólarhrings fyrirvara til héraðsdýralæknis í umdæmi viðkomandi sláturhúss og á henni þarf eftirfarandi að koma fram: nafn og bú innleggjanda, búsnúmer og einstaklingsnúmer viðkomandi grips ásamt lýsingu á gripnum eins og hún er í Huppu og/eða mynd af gripnum. Einnig þarf að koma fram skýring á því hvers vegna nauðsynlegt er að sækja um undanþágu. Það er því aðeins heimilt að senda gripinn til slátrunar ef sótt hefur verið um undanþágu fyrirfram.
Eingungis verða veittar undanþágur þar sem handsömun gripa veldur hættu á mannskaða eða álíka

https://www.mast.is/is/baendur/nautgriparaekt/merking-og-skraning