Jón Şorsteinsson kjötmeistari Íslands

 

Jón Şorsteinsson verkstjóri vöruşróunar SS hlaut einnig verğlaun fyrir athyglisverğustu nıjung keppninnar “Salamí camenberti” sem jafnframt hlaut titlana “Besta varan unnin úr hrossa- eğa folaldakjöti” og “Besta hráverkağa varan”.  Şá hlaut vara Jóns ” Grísa Rillette” viğurkenningu Svínaræktarfélags Íslands sem besta varan unnin úr svínakjöti. Fyrirkomulagiğ er şannig ağ allar vörur hljóta í upphafi fullt hús stiga eğa 50 stig.  Dómarar leita síğan ağ öllum hugsanlegum göllum og viğ hvern galla sem finnst fækkar stigum.  Meğ öğrum orğum şığir árangur Jóns ağ hann skilaği inn 5 gallalausum vörum í keppnina um Kjötmeistarann.  

Fimm kjötiğnağarmenn  frá SS, şeir  Hrafn Magnússon, Steinar Şórarinsson, Björgvin Bjarnason, Bjarki Freyr Sigurjónsson og Jón Şorsteinsson sendu samtals 19 vörur inn í keppnina.  Hlutu şeir fjórtán gullverğlaun, tvenn silfurverğlaun og ein bronsverğlaun.  Şví hlutu 90% innsendra vara verğlaun og şar af 75% gullverğlaun. Auk şess féllu í şeirra skaut fimm sérverğlaun auk hins eftirsótta titils Kjötmeistara Íslands.

• Til şess ağ fá gullverğlaun şarf varan ağ hafa 49-50 stig og vera nánast gallalaus.
• Til şess ağ fá silfurverğlaun şarf varan ağ hafa 46-48 stig og má ağeins vera meğ lítilsháttar galla.
• Til şess ağ fá bronsverğlaun şarf varan ağ hafa 42 til 45 stig.

Árangur einstakra manna er sem hér segir:

*Jón Şorsteinsson
 Kjötmeistari Íslands fullt hús stiga  250 stig.
 Athyglisverğasta nıjung keppninnar Salami camemberti
 Besta vara unnin úr hrossa- eğa folaldakjöti Salami camemberti
 Besta hráverkağa varan   Salami camemberti 
 Besta vara unnin úr svínakjöti  Grísa Rillette
 Átta gullverğlaun    Hangikjet, Sölpylsur, Katalónskar Bratwurstpylsur, Grísa Rillette, 
 Hreindıra lifrarkæfa, Salami Camemberti, Bolabiti og purupopp
 Ein silfurverğlaun   Bökuğ nautalifrarkæfa

*Steinar Şórarinsson
 Besta varan unnin úr alifuglakjöti  Lifrarkæfa meğ jarğarberjahlaupi
 Fern gullverğlaun    Lifrarkæfa meğ jarğarberjahlaupi, Lifrarpylsa, 
 Blóğpylsa meğ jarğarberjakeim og Grafiğ grísafile.

*Hrafn Magnússon
 Ein silfurverğlaun   Púrtvíns salamí

*Björgvin Bjarnason
 Tvenn gullverğlaun   Lamba spægipylsa og Veiğipylsa

*Bjarki Freyr Sigurjónsson
 Ein bronsverğlaun   Chili stubbar

Daníel Ingi Hrafnsson kjötiğnağarnemi tók şátt í sérstakri nemakeppni í matvælagreinum.  Şar var ekki rağağ nema í fyrsta sæti, en hann stóğ sig meğ miklum ágætum og fékk ağ launum viğurkenningu keppninnar.

Şağ er í senn heiğur og ánægja ağ hafa slíka ofurfagmenn í okkar annars vaska og metnağarfulla fagmannahópi. 
Viğ óskum şeim innilega til hamingju og şökkum şetta árangursríka framlag til eflingar fagmennsku og gæğa hjá okkur og Íslenskum kjötiğnaği í heild.

Á meğfylgjandi mynd eru frá vinstri, Steinar Şórarinsson, Bjarki Freyr Sigurjónsson, Jón Şorsteinsson og Björgvin Bjarnason meğ verğlaunagripi sína. 
Á myndina vantar feğgana Hrafn Magnússon og Daníel Inga Hrafnsson. (Ljósm. ÖRS)
hopur_heimasidan_1

Dagskrá aðalfundar 21. mars 2014


Auglýsing aðalfundar SS

Dagskrá og tillögur fyrir aðalfund á pdf formi

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn föstudaginn 21. mars 2014 á Goðalandi  Fljótshlíð og hefst kl. 15:00. 

            Dagskrá:
 
                1.          Setning aðalfundar, kosning starfsmanna fundarins og könnun á mætingu fulltrúa.           
2.             Skýrsla stjórnar félagsins.
3.             Starfsemi félagsins á liðnu ári.
4.             Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár skýrður.
5.             Skýrsla skoðunarmanna.
6.             Tillaga stjórnar  um vexti af stofnsjóði og greiðslu arðs.
7.             Umræður um skýrslu stjórnar, skýrslu um starfsemi félagsins, ársreikning og tillögu um vexti og arð af stofnsjóði.
8.             Afgreiðsla ársreiknings og tillagna um vexti og arð af stofnsjóði.
9.             Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins.
10.          Kosin stjórn félagsins.
11.          Kosning endurskoðenda og skoðunarmanna.
12.          Ákvörðun um þóknun stjórnar, skoðunarmanna og greiðslur til fulltrúa.
13.          Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, löglega upp borin.

Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund.
  
Tillögur:
 
Liður 6 í dagskrá: Tillaga stjórnar um vexti af stofnsjóði og greiðslu arðs.
 
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. leggur til við aðalfund að greiddur verði 13,7% arður af B-deild stofnsjóðs þar af er verðbótaþáttur 3,7% skv. 1. mgr. 14. gr. samþykkta félagsins, alls kr. 24.670.184,- eða 0,14 kr. á hvern útgefin hlut. Jafnframt að reiknaðir verði 6% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls kr. 18.036.426,- Arðleysisdagur er 24. mars og arðréttindadagur er 26. mars. Greiðsludagur arðs er 15. apríl n.k.
 
Liður 9 í dagskrá: Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins.
 
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. leggur til við aðalfund eftirfarandi breytingar á samþykktum félagsins:
 
Tillaga að nýrri málsgrein neðst í 14. gr. samþykkta SS:
 
Stjórn félagsins er heimilt að ákveða úthlutun hluta tekjuafgangs sem viðbót á afurðaverð til félagsmanna enda standi nægar eftirstöðvar eftir að lokinni ráðstöfun tekjuafgangs og uppfyllt ákvæði samkvæmt samþykktum þessum og ákvörðunum aðalfundar um arðgreiðslur til félagsmanna í A-deild og eigenda hluta í B-deild.
 
Tillaga að nýrri 27. gr. samþykkta SS:
 
Stjórn félagsins skal skipuð fimm aðalmönnum og fimm varamönnum. Skulu þeir kosnir á aðalfundi úr hópi félagsmanna til eins árs í senn. Í aðalstjórn skal hlutfall hvors kyns fyrir sig ekki vera lægra en 40%.
 
Stjórn skal auglýsa með opinberum hætti eftir framboðum til stjórnar og varastjórnar með lok framboðsfrests þremur vikum fyrir félagsfund þar sem stjórnarkjör fer fram. Stjórn skal tilkynna aðalfundarfulltrúum með auglýsingu eða dreifibréfi (rafpósti) um hverjir eru frambjóðendur til stjórnar og varastjórnar ekki síðar en tveimur vikum fyrir félagsfund þar sem stjórnarkjörið fer fram. Á félagsfundi þar sem stjórnarkjör er á dagskrá, er ávallt heimilt að tilnefna fólk til stjórnarstarfa sem ekki er á auglýstum framboðslista allt þar til sjálf kosningin fer fram.
           
Allir aðalstjórnarmenn skulu kosnir á sama tíma og varastjórnarmenn með sama hætti eftir að kjöri aðalstjórnar er lokið. Hver fulltrúi á félagsfundi þar sem stjórnarkjör fer fram getur greitt einum til fimm frambjóðendum til stjórnar atkvæði sitt. Þeir stjórnarmenn sem flest atkvæði hljóta skulu réttkjörnir til stjórnarstarfa næsta kjörtímabil með þeirri undantekningu þó, að skili kosningin ekki réttum hlutföllum hvors kyns fyrir sig í aðalstjórn til samræmis við ákvæði 1. mgr., þá skulu atkvæðamestu frambjóðendur til aðalstjórnar af gagnstæðu kyni sem hallar á við stjórnarkjörið, taka sæti í stjórn, einn eða tveir, eins og nauðsynlegt er til að lögmætu hlutfalli milli kynjanna verði náð, og þar með ryðja á brott þeim frambjóðendum til aðalstjórnar af gagnstæðu kyni sem þó hafa hlotið fleiri atkvæði við stjórnarkjörið. 
 
Ef aðalmaður deyr, gengur úr félaginu eða víkur úr stjórninni á löglegan hátt, áður en kjörtíminn er liðinn, tekur sá varamaður sæti til fulls í hans stað sem flest atkvæði fékk í kjöri varastjórnar. Enginn félagsmaður getur skorast undan kosningu í stjórn félagsins, nema um jafnmörg ár og hann hefur næst áður verið í stjórninni og með samþykki hans má endurkjósa hann í stjórn.
 
Félagsstjórnin velur árlega formann og varaformann úr sínum flokki.
 
Ákvæði til bráðabirgða:
 
Ef tillaga þessi verður samþykkt, þá felur hún það í sér að bundinn er endir á kjörtímabil allra stjórnarmanna félagsins, bæði aðal- og varamanna, óháð hversu langt er eftir af kjörtímabili þeirra samkvæmt eldri ákvæðum samþykktanna. Kosin verður ný stjórn í kjölfar samþykktar tillögunnar, allir aðal- og varamenn, til eins árs.
 
Reykjavík, 28. febrúar 2014.
 
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.

Verðskrá 2014

    sadvara_2014

Nánari upplýsingar um nytjaplöntur:
Nytjaplöntur á Íslandi 2014. Útgefandi Landbúnaðarháskóli Íslands. Janúar 2014.

Viðskiptakjör: 
Verðskrá sáðvörunar tekur mið af gengisþróun frá útgáfu verðskrár og þar til sáðvaran berst til SS.
Áskiljum okkur rétt til verðbreytinga án fyrirvara – öll verð eru gefin upp án virðisaukaskatts.
 
Verðskrá er gefin upp án virðisaukaskatts sem leggst á við útgáfu reiknings.
Sölueiningar í heilum sekkjum.


Pantanir:
Sigrún Edda Halldórsdóttir, netfang sedda@ss.is, Sími 575-6027 og 860-9849.

Bergur Pálsson, netfang bergur@yara.is, Sími 894 0491.

Elías Hartmann Hreinsson, netfang elias@ss.is, Sími 575-6005 og 898-0824.

Lára Kristjánsdóttir, netfang lara@ss.is, Sími 575-6031.

SS framúrskarandi fyrirtæki 2013


Creditinfo hefur unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki fengu bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati miðað við ýmsar lykiltölur og breytur í rekstri. Af 33 þúsund skráðum fyrirtækjum uppfylla 462 fyrirtæki, eða 1,5% fyrirtækja þann styrk í mælingum Creditinfo að verðskulda viðurkenninguna  ,,Framúrskarandi fyrirtæki” og er SS meðal þeirra.

Viðurkenning af þessu tagi þekkist víða erlendis en á stærri mörkuðum er algengara að ekki sé stuðst við eins ströng skilyrði og ákveðið var að setja hér á landi af Creditinfo.

Árangri SS er ekki síst að þakka tryggum viðskiptavinum félagsins, starfsmönnum og félagsmönnum sem lagt hafa sitt að mörkum til að gera SS að framúrskarandi fyrirtæki.

Ekki er síður ánægjulegt að Reykjagarður, dótturfélag SS sé einnig ,,Framúrskarandi fyrirtæki” 2013.

Eftirfarandi upplýsingar eru lagðar til grundvallar á mati Creditinfo um hvort fyrirtæki uppfylli skilyrði styrkleikamatsins:

>  að hafa skilað ársreikningum til RSK 2010 til 2012
>  minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum
>  að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð
>  að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð
>  eignir séu 80 milljónir eða meira árin 2010 – 2012
>  að eigið fé sé 20% eða meira, rekstrarárin 2010 til 2012
>  að vera með skráðan framkvæmdastjóra og stjórnarmenn í hlutafélagaskrá
>  að vera virkt fyrirtæki skv. skilgreiningu Creditinfo