SS framúrskarandi fyrirtæki 2013


Creditinfo hefur unniğ ítarlega greiningu sem sınir hvağa íslensk fyrirtæki fengu bestu einkunn í styrk- og stöğugleikamati miğağ viğ ımsar lykiltölur og breytur í rekstri. Af 33 şúsund skráğum fyrirtækjum uppfylla 462 fyrirtæki, eğa 1,5% fyrirtækja şann styrk í mælingum Creditinfo ağ verğskulda viğurkenninguna  ,,Framúrskarandi fyrirtæki” og er SS meğal şeirra.

Viğurkenning af şessu tagi şekkist víğa erlendis en á stærri mörkuğum er algengara ağ ekki sé stuğst viğ eins ströng skilyrği og ákveğiğ var ağ setja hér á landi af Creditinfo.

Árangri SS er ekki síst ağ şakka tryggum viğskiptavinum félagsins, starfsmönnum og félagsmönnum sem lagt hafa sitt ağ mörkum til ağ gera SS ağ framúrskarandi fyrirtæki.

Ekki er síğur ánægjulegt ağ Reykjagarğur, dótturfélag SS sé einnig ,,Framúrskarandi fyrirtæki” 2013.

Eftirfarandi upplısingar eru lagğar til grundvallar á mati Creditinfo um hvort fyrirtæki uppfylli skilyrği styrkleikamatsins:

>  ağ hafa skilağ ársreikningum til RSK 2010 til 2012
>  minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum
>  ağ sına jákvæğan rekstrarhagnağ (EBIT) şrjú ár í röğ
>  ağ ársniğurstağa sé jákvæğ şrjú ár í röğ
>  eignir séu 80 milljónir eğa meira árin 2010 – 2012
>  ağ eigiğ fé sé 20% eğa meira, rekstrarárin 2010 til 2012
>  ağ vera meğ skráğan framkvæmdastjóra og stjórnarmenn í hlutafélagaskrá
>  ağ vera virkt fyrirtæki skv. skilgreiningu Creditinfo


Félagatal og fulltrúafjöldi á aðalfundi 2014

Yfirlit yfir fjölda fulltrúa og félaga eftir deildum vegna aðalfundar 2014.

FÉLAGATAL  OG  FULLTRÚAFJÖLDI  Á
AÐALFUNDI  SLÁTURFÉLAGS  SUÐURLANDS  SVF.      21. mars 2014
Deild Skaftafellssýsla:
10 Öræfadeild …………………………………… 7 félagar 1 fulltr.
12 Hörgslandsdeild …………………………….. 13 2
13 Kirkjubæjardeild ……………………………. 19 2
15 Skaftártungudeild ………………………….. 12 2
16 Álftavers- og Meðallandsdeild …………. 17 2
17 Hvammsdeild ……………………………….. 12 2
18 Dyrhóladeild ………………………………… 20 2
100 félagar 13 fulltr.
Rangárvallasýsla:
19 A-Eyjafjalladeild …………………………… 17 félagar 2 fulltr.
20 V-Eyjafjalladeild …………………………… 25 3
21 A-Landeyjadeild ……………………………. 33 4
22 V-Landeyjadeild ……………………………. 30 3
23 Fljótshlíðar- og Hvolshreppsdeild …….. 50 5
25 Rangárvalladeild ……………………………. 22 3
28 Holta- og Landmannadeild ……………… 39 4
29 Ása- og Djúpárdeild ……………………….. 32 4
248 félagar 28 fulltr.
Árnessýsla:
30 Gaulverjabæjardeild ……………………….. 17 félagar 2 fulltr.
82 Árborgardeild ……………………………….. 27 3
33 Hraungerðisdeild …………………………… 22 3
34 Villingaholtsdeild ………………………….. 17 2
35 Skeiðadeild …………………………………… 19 2
36 Gnúpverjadeild ……………………………… 27 3
37 Hrunamannadeild ………………………….. 43 5
38 Biskupstungnadeild ………………………… 35 4
39 Laugardalsdeild ……………………………… 13 2
40 Grímsnesdeild ……………………………….. 15 2
42 Þingvalla- og Grafningsdeild ……………. 10 1
43 Ölfusdeild …………………………………….. 20 2
265 félagar 31 fulltr.
Kjósarsýsla:
48 Kjósardeild …………………………………… 27 3
27 félagar 3 fulltr.
Borgarfjarðarsýsla:
49 Hvalfjarðardeild ……………………………. 24 félagar 3 fulltr.
50 Borgarfjarðar- og Mýrardeild ………….. 32 4
56 félagar 7 fulltr.
Snæfells- og Hnappadalssýsla:
57 Snæfells- og Hnappadalsdeild ………….. 41 félagar 5 fulltr.
41 félagar 5 fulltr.
Dalasýsla:
56 Daladeild ……………………………………… 7 félagar 1 fulltr.
7 félagar 1 fulltr.
Utan deilda:
55 Aðrir utan deilda …………………………… 44 0
44 félagar 0 fulltr.
* Virkir innleggjendur alls ………… 788 félagar
Fulltrúar alls ……………………………. 88 fulltr.
* Innleggjendur sem lagt hafa inn afurðir til félagsins að andvirði meira en 117 þús. kr. á liðnu ári

Dagatal 2014

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn föstudaginn 21. mars 2014 á Goðalandi, Fljótshlíð og hefst kl. 15:00.
Birtingaráætlun:
• Janúar – júní  2014 uppgjör, þann 22. ágúst 2014.
• Júlí  – desember 2014 uppgjör, þann 19. febrúar 2015.
Jafnframt er fyrirhugað að halda aðalfund vegna ársins 2014, föstudaginn 20. mars 2015.

Afkoma ársins 2013

Fréttatilkynning á pdf. formi með 5 ára yfirliti

Ársreikningur 2013 á pdf. formi

• Tekjur ársins 10.207 m.kr. en 9.394 m.kr. árið 2012
• 466 m.kr. hagnaður á árinu á móti 463 m.kr. árið áður
• EBITDA afkoma var 1.021 m.kr. en 980 m.kr. árið 2012
• Eiginfjárhlutfall 51% í árslok 2013 en 50% árið áður
Samstæðuársreikningurinn samanstendur af ársreikningi Sláturfélags Suðurlands svf. og dótturfélagi þess, Reykjagarði hf.
Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á árinu 2013 var 466 m.kr. skv. rekstarreikningi.  Árið áður var 463 m.kr. hagnaður.  Eigið fé er 3.578 m.kr. og eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 51%.
Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 10.207 m.kr. árið 2013, en 9.394 m.kr. árið áður og hækka því um tæp 9%.  Aðrar tekjur voru 12 m.kr. en 53 m.kr. árið áður.
Vöru- og umbúðanotkun var 5.348 m.kr. en 4.903 m.kr. árið áður.  Launakostnaður var 2.172 m.kr. og hækkaði um tæp 10%, annar rekstrarkostnaður var 1.679 m.kr. og hækkaði um 6% og afskriftir hækkuðu um rúm 2%.  Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 726 m.kr., en 692 m.kr. árið áður.  Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 1.021 m.kr.  en var 980 m.kr. árið áður.
Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 176 m.kr., en voru 171 m.kr. árið áður.  Gengistap nam 6 m.kr. samanborið við 8 m.kr. gengishagnað árið áður.
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var jákvæð um 23 m.kr. en árið áður um 29 m.kr.  Reiknaður gjaldfærður tekjuskattur er 106 m.kr. en 87 m.kr. árið áður.
Hagnaður af rekstri ársins var 466 m.kr. en 463 m.kr. árið áður.
Veltufé frá rekstri án vaxta og skatta var 1.006 m.kr. árið 2013 samanborið við 973 m.kr. árið 2012.  Heildareignir Sláturfélagsins 31. desember 2013 voru 7.021 m.kr. og eiginfjárhlutfall 51%, en 50% árið áður.   Veltufjárhlutfall var 2,7 árið 2013, en 3,8 árið áður.
Fjárfest var á árinu fyrir 681 m.kr. í varanlegum rekstrarfjármunum en 378 m.kr. árið áður.  Á árinu var starfstöð félagsins á Selfossi stækkuð en þar er m.a. slátur- og frystihús félagsins.  Einnig var hafin bygging á nýju vöruhúsi fyrir áburð á athafnasvæði félagsins í Þorlákshöfn.  Seldar voru eignir fyrir 21 m.kr.
Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í mars 2013 var í aprílmánuði greiddur 14,5% arður af B-deild stofnsjóðs alls 26 m.kr. og reiknaðir 7% vextir á A-deild stofnsjóðs alls 20 m.kr.
Stjórnin staðfesti endurskoðaðan ársreikning félagsins á stjórnarfundi í dag.
Sláturfélagið er skráð á First North markaðinn hjá NASDAQ OMX.  Sláturfélagið birtir upplýsingar um afkomu á sex mánaða fresti.
Aðalfundur
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn föstudaginn 21. mars n.k.  Stjórn félagsins mun þar leggja til að greiddur verði 13,7% arður af B-deild stofnsjóðs, þar af verðbótarþáttur 3,7%, alls 24,7 m.kr. eða 0,14 kr. á hvern útgefin hlut og reiknaðir 6% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls 18 m.kr.
Staða og horfur
Afkoma Sláturfélagsins hefur verið stöðug og góð undanfarin ár. Fjárhagsstaða félagsins er einnig mjög sterk með 51% eiginfjárhlutfall og veltufjárhlutfall 2,7. Árleg greiðslubyrði lána er lág miðað við greiðslugetu félagsins og skuldahlutfall lágt. Geta félagsins til fjárfestinga er því viðunandi.
Staða félagsins er mjög sterk og spennandi vaxtartækifæri í öllum megindeildum.
Fjárhagsdagatal 2014
Aðalfundur 2014   21. mars 2014
Jan-jún 2014 uppgjör  22. ágúst 2014
Júl-des 2014 uppgjör  19. febrúar 2015
Aðalfundur 2015   20. mars 2015
Frekari upplýsingar veitir:
Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000 – steinthor@ss.is
Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri í síma 575 6000 – hjalti@ss.is

Afurðaverð – Nautgripir

Verðskrá þann 7. apríl 2015.
Gæðafl.

Verð

UN úrval A >250 kg. 799,00
UN úrval B >250 kg. 799,00
UNI A >250 kg. 758,00
UNI B >250 kg. 758,00
UNI C >250 kg. 758,00
UN úrval A < 250 kg.  725,00
UN úrval B < 250 kg. 725,00
UNI A 220-250 kg. 689,00
UNI A < 220 kg. 658,00
UNI B 220-250 kg. 650,00
UN úrval M+ 645,00
UNI M+ 635,00
UNI B < 220 kg. 619,00
UN úrval C 615,00
UN úrval M 613,00
UNI M 600,00
UNI C 220-250 kg. 546,00
UNI C < 220 kg.      520,00
UNII A 510,00
UNII B 480,00
UN II M+ 480,00
N 470,00
UNII M 445,00
UNII C 445,00
KIU A 595,00
KI A 580,00
KIU B 550,00
KI B 525,00
KIU C

445,00

KII 425,00
KI C 400,00
KIII 400,00
MK I 345,00
AK I 272,00
UK I 229,00
AK II 198,00
UK II 188,00
AK III 167,00
UK III 148,00
Með fyrirvara um prentvillur. Fjárhæðir án vsk.Húðir og innmatur er innifalið í kjötverði og gengur upp í hluta sláturkostnaðar ef um heimtöku er að ræða.

Greiðslutími
a. Ungneyti staðgreidd mánudag eftir innleggsviku.
b. Kýr staðgreiddar mánudag eftir innleggsviku.
c. Kálfar staðgreiddir mánudag eftir innleggsviku.


Flutningsgjald
Innheimt er flutningsgjald að sláturhúsi 13,00 kr/kg. Lágmarksgjald 1.400 kr og hámarksgjald m.v. 2.000 kg flutning.

Heimtaka
Heimtökugjald á nautgripum er 88 kr/kg. Einnig í boði úrbeining og pökkun á 160 kr/kg.

A-stofnsjóður
Í A-stofnsjóð er innheimt 0,6% af andvirði afurða. A-stofnsjóðsinneign er eign félagsmanns og fellur til útborgunar í samræmi við ákvæði samþykkta félagsins.