Fréttabréf 21. ágúst 2003

Fréttabréfið sem pdf skjal (140kb)

Vegna óvissu á kjötmarkaði voru ekki til staðar nægar upplýsingar til að senda almennt fréttabréf til bænda fyrr en nú. Óvissa hefur verið um úreldingu sláturhúsa, útflutningsskyldu og almennar aðstæður á markaði sem hefðu getað gert fréttabréf marklaust nokkrum dögum eftir að það kæmi út.

 

Afkoma á 1. ársfjórðungi ársins 2003

Fréttatilkynningin í heild ásamt 5 ára yfirliti í pdf skjali (13 kb)

Afkoma á 1. ársfjórðungi ársins 2003
Rekstrartap Sláturfélags Suðurlands á tímabilinu janúar til mars 2003 var 43,2 milljónir, en á sama tímabili árið áður var 8,5 milljón króna rekstrartap. Verri afkoma stafar fyrst og fremst af minni veltu vegna offramboðs á kjötmarkaði. Fjárhagsstaða Sláturfélagsins er traust með eigið fé rúmar 1.182 milljónir og 42% eiginfjárhlutfall.

Rekstrartekjur Sláturfélags Suðurlands voru 747 milljónir á fyrstu þrem mánuðum ársins 2003, en 837 milljónir á sama tíma árið áður og minnkuðu um tæp 11%.

Rekstrargjöld án afskrifta námu 751 milljón á fyrsta ársfjórðungi ársins 2003 samanborið við 811 milljónir árið áður og minnka um rúm 7%. Afskriftir rekstrarfjármuna voru 38 milljónir sem er óbreytt frá fyrra ári. Rekstrartap án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 42 milljónir, en 12 milljónir króna árið áður.

Fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld voru 16 milljónir, en á árinu á undan voru þær 12 milljónir. Undir fjármagnsliðum er 8 milljón króna gjaldfærsla vegna niðurfærslu hlutabréfa í eigu félagsins en árið áður var hún 5 milljónir.

Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var neikvæð um 17 milljónir en árið áður 6 milljónir. Skattar voru 1 milljón. Tap af rekstri tímabilsins var 43,2 milljónir en 8,5 milljónir árið áður.

Veltufé til reksturs var 7 milljónir á fyrstu þrem mánuðum ársins 2003, samanborið við 17 milljónir frá rekstri fyrir sama tímabil árið 2002.

Í lok mars 2003 voru heildareignir Sláturfélags Suðurlands 2.812 milljónir og höfðu lækkað um 120 milljónir frá áramótum. Skammtímaskuldir voru 969 milljónir, langtímaskuldir 661 milljón og eigið fé 1.182 milljónir. Eiginfjárhlutfall var 42% í lok mars 2003, en var 40% á sama tíma árið áður. Veltufjárhlutfall var 1,1 í lok mars 2003, en 1,3 árið áður. Lækkun veltufjárhlutfalls milli ára skýrist af því að næsta árs afborganir langtímalána eru í lok mars 443 milljónir króna en voru einungis 284 milljónir á sama tíma í fyrra. Um er að ræða lán með gjalddaga í júní n.k. sem verður endurfjármagnað.

Fjárfest var í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 21 milljón á fyrstu þrem mánuðum ársins og fyrir 9 milljónir í félögum.

Á árinu 2002 var undirritað samkomulag milli Búnaðarbanka Íslands hf. og Sláturfélags Suðurlands svf. um kaup Sláturfélagsins á 67% hlut í kjúklingaframleiðslufyrirtækinu Reykjagarði hf. Þar sem uppgjöri vegna áreiðanleikakönnunar sem gerð var vegna kaupanna er ekki lokið, þá er kaupverð hlutabréfanna ekki fært í árshlutauppgjöri Sláturfélagsins pr. 31. mars 2003.

Árshlutauppgjörið er með könnunaráritun endurskoðenda sem og árið áður. Við gerð þess er í öllum meginatriðum fylgt sömu reikningsskilaaðferðum og á fyrra ári. Reikningsskilin eru verðleiðrétt. Ef reikningsskilin hefðu ekki verið verðleiðrétt hefði tap tímabilsins orðið 7 milljónum hærra og eigið fé 20 milljónum lægra.

Horfur fyrir árið 2003
Afkoma félagsins á fyrstu þremur mánuðum ársins 2003 var óviðunandi og einkenndist af mikilli verðsamkeppni og offramboði á kjöti á markaðnum sem hafði neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Gert er ráð fyrir að aukið jafnvægi náist á kjötmarkaðnum er nær dregur áramótum.

Afkoma Sláturfélagsins hefur jafnan verið þyngst framan af árinu en best á síðasta ársfjórðungi. Þetta stafar m.a. af afkomu afurðadeildar en umsvif hennar aukast við haustslátrun sauðfjár.

Aðhaldi verður áfram beitt í rekstri félagsins, en gripið hefur verið til þess að draga úr útgjöldum auk þess sem fjárfestingar hafa verið dregnar saman. Gert er ráð fyrir að afkoma félagsins verði áfram þung næstu mánuði en afkoma batni seinni hluta ársins.

Nánari upplýsingar veitir Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000

Reykjavík, 16. maí 2003
Sláturfélag Suðurlands svf.

 

Afkoma ársins 2002

Fréttatilkynningin í heild ásamt 5 ára yfirliti í pdf skjali (14 kb)

Afkoma ársins 2002
Rekstrarhagnaður Sláturfélags Suðurlands á árinu 2002 var 19 milljónir króna, en 59 milljón króna tap var á árinu áður. Bætt afkoma stafar fyrst og fremst af lækkun fjármagnsgjalda milli ára. Rekstrarárið einkenndist af mikilli samkeppni sem leiddi til fækkunar aðila í slátrun og í kjötiðnaði en afkoma beggja greina var óviðunandi á árinu. Fjárhagsstaða Sláturfélagsins er þó áfram traust með eigið fé tæpar 1.217 milljónir og 42% eiginfjárhlutfall.

Rekstrartekjur Sláturfélags Suðurlands voru 3.709 milljónir á árinu 2002, en 3.468 milljónir á árinu 2001 og aukast um 7% frá fyrra ári.

Rekstrargjöld án afskrifta námu 3.489 milljónum samanborið við 3.252 milljónir árið áður og aukast um 7% milli ára. Afskriftir rekstrarfjármuna voru 154 milljónir en 147 milljónir árið 2001. Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 66 milljónir, en var 70 milljónir árið áður. Fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld voru 6 milljónir en á árinu á undan voru fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur 124 milljónir. Lækkun fjármagnsgjalda skýrist fyrst og fremst af 60 milljón króna gengishagnaði en árið áður var 73 milljón króna gengistap. Undir fjármagnsliðum er 27 milljón króna gjaldfærsla vegna niðurfærslu hlutabréfa í eigu félagsins en árið áður var hún 25 milljónir króna.

Tap af rekstri hlutdeildarfélaga var 45 milljónir króna en 2 milljón króna hagnaður var árið áður. Skattar voru tæpar 8 milljónir. Hagnaður af rekstri Sláturfélags Suðurlands var 19 milljónir en 59 milljón króna tap var árið áður.

Veltufé frá rekstri var á árinu 171 milljón samanborið við 160 milljónir árið áður.

Í árslok 2002 voru heildareignir Sláturfélags Suðurlands 2.932 milljónir. Skammtímaskuldir voru 851 milljónir, langtímaskuldir voru 864 milljónir og eigið fé 1.217 milljónir. Eiginfjárhlutfall í lok ársins 2002 var 42% en var 41% á sama tíma árið áður. Veltufjárhlutfall var 1,3 í árslok 2002 óbreytt frá fyrra ári. Arðsemi eiginfjár var 2% en rýrnaði að raunvirði um 5% á árinu 2001. Unnin ársverk á árinu 2002 voru 339 en 340 árið áður.

Ársreikningur Sláturfélagsins er gerður í meginatriðum eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður. Ársreikningurinn er gerður eftir kostnaðarverðsaðferð að teknu tilliti til áhrifa verðlagsbreytinga. Ársreikningur ársins 2001 var gerður sem samstæðureikningur Sláturfélags Suðurlands svf. og SS Afurða ehf., en nú er það ekki þar sem SS Afurðir ehf. sameinaðist Sláturfélaginu 1.1.2002. Ef reikningsskilin hefðu ekki verið verðleiðrétt hefði hagnaður ársins orðið 12,6 milljónum lægri og eigið fé 32,3 milljónum lægra.

Stjórnin staðfesti endurskoðaðan ársreikning félagsins á stjórnarfundi í dag. Prentaður ársreikningur verður tilbúinn til dreifingar eigi síðar en 20. mars n.k., jafnframt því sem hægt verður að nálgast hann á heimasíðu félagsins.

Helstu atriði úr rekstri
Fjárfest var í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir alls 97 mkr. á árinu, en fyrir 161 milljón króna árið áður. Vegna fasteigna var varið 26 milljónum, 65 milljónum til kaupa á framleiðsluvélum og tækjum, aðallega fyrir kjötvinnslu á Hvolsvelli og 6 milljónir vegna bifreiða. Á árinu voru seldir fastafjármunir fyrir 8 milljónir.

Fjárfesting í eignarhlutum í félögum nam 133 milljónum en 58 milljónum árið áður. Á árinu var gengið frá kaupum á hlut í kjötvinnslufyrirtækinu Ferskum kjötvörum ehf. og aukin hlutabréfaeign félagsins í Guldfoss A/S í Danmörku og selt af hlutabréfaeign félagsins í Ísfugli ehf. Í lok júlí var undirritað samkomulag milli Búnaðarbanka Íslands hf. og Sláturfélags Suðurlands um kaup Sláturfélagsins á 67% hlut í kjúklingaframleiðslufyrirtækinu Reykjagarði hf. Þar sem áreiðanleikakönnun er ekki lokið, þá er kaupverð hlutabréfanna ekki fært í ársuppgjöri Sláturfélagsins 2002.

Mikil áhersla hefur verið á vöruþróun undanfarin ár og árið 2002 var engin undantekning. Stefna félagsins er að 10% af sölu hvers árs í kjötiðnaði komi frá nýjum framleiðsluvörum.

Sláturfélagið flytur inn vörur frá þekktum og leiðandi fyrirtækjum. Innflutningsdeild félagsins hefur vaxið á undanförnum árum og náð góðum árangri við markaðssetningu einstakra vörutegunda, má þar nefna m&m sælgæti, Barilla pasta, Uncle Ben´s hrísgrjón og sósur, og krydd frá McCormick. Einnig flytur Sláturfélagið inn áburð frá Norsk Hydro.

Aðalfundur
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn föstudaginn 4. apríl n.k. Stjórn félagsins mun þar leggja til að greiddur verði 5% arður af nafnverði hluta í B-deild stofnsjóðs alls 10 milljónir króna og 3% vextir verði reiknaðir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs alls 6,3 milljónir. Ekki var greiddur arður né reiknaðir vextir árið 2002. Viðmiðunardagur arðsúthlutunar er aðalfundardagur. Arður verður greiddur út eigi síðar en 31. maí.

Horfur á árinu 2003
Afkoma félagsins á árinu 2002 var óviðunandi og einkenndist af mikilli verðsamkeppni og offramboði á kjötmarkaðnum sem hafði neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Fjárhagsstaða Sláturfélagsins er þó sterk, jafnframt því sem markaðshlutdeild félagsins er að vaxa á kjötmarkaðnum í kjölfar kaupa á kjötvinnslufyrirtækjum.

Stefna félagsins er að vera leiðandi matvælafyrirtæki á heildsölustigi. Vel útbúin kjötvinnsla félagsins á Hvolsvelli skapar félaginu möguleika til að auka sölu unninna kjötvara innanlands og vonast er til að kaup á kjötvinnslufyrirtækjum styrki rekstur félagsins til lengri tíma litið.

Fækkun sláturhúsa félagsins ásamt endurbótum sem gerðar hafa verið hafa skapað grundvöll fyrir góða nýtingu þeirra og hagkvæman rekstur sem nýttur verður enn betur á komandi árum. Innflutningsdeild með leiðandi vörumerki styrkir jafnframt samkeppnishæfni félagsins. Á næstu árum verður unnið að frekari uppbyggingu Sláturfélagsins þannig að það geti áfram sinnt hlutverki sínu sem leiðandi matvælafyrirtæki.

Gert er ráð fyrir að áfram verði mikil samkeppni í slátrun og kjötiðnaði. Gripið hefur verið til hagræðingaraðgerða til að draga úr útgjöldum auk þess sem fjárfestingar verða lágmarkaðar á árinu. Gert er ráð fyrir að framangreindar aðgerðir og aðstæður á markaði muni leiða til svipaðrar afkomu Sláturfélagsins á árinu 2003 og hún var á árinu á undan.

Nánari upplýsingar veitir Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000.

Reykjavík, 20. febrúar 2003
Sláturfélag Suðurlands svf.

Ağalfundur SS 5. apríl 2002

Ağalfundur Sláturfélags Suğurlands var haldinn föstudaginn 5. apríl síğastliğinn í félagsheimilinu Şingborg. Mættir voru 90 af 92 fulltrúum skv. 16.gr. samşykkta félagsins.

Á fundinum var samşykkt tillaga stjórnar um ağ ekki verği greiddur arğur af nafnverği hluta í B-deild stofnsjóğs né ağ reiknağir verği vextir á höfuğstól inneigna í A-deild stofnsjóğs.

Sigulaug Jónsdóttir, Hraunkoti var kosin í ağalstjórn, en hún var áğur í varastjórn. Sigurlaug kemur í stağ Lárusar Siggeirssonar, Kirkjubæ II. Nır í varastjórn var kosinn Ólafur Şorsteinn Gunnarsson, Giljum I. Félagskjörnir skoğunarmenn og löggiltir endurskoğendur eru şeir sömu.

Rekstrartap Sláturfélags Suğurlands á árinu 2001 var 59 milljónir króna, en 91 milljón króna hagnağur var á árinu áğur. Lakari afkoma stafar af hækkun fjármagnsgjalda, lægri framlegğ af vörusölu, hækkun launakostnağar og annars rekstrarkostnağar milli ára. Rekstraráriğ einkenndist af mikilli samkeppni sem leiddi til fækkunar ağila í slátrun og í kjötiğnaği en afkoma beggja greina var óviğunandi á árinu. Fjárhagsstağa Sláturfélagsins er şó áfram traust meğ eigiğ fé tæpar 1.185 milljónir og 41% eiginfjárhlutfall.