Sláturfélag Suðurlands

Fréttir 2014

Verðhlutföll á kindakjöti 2014

SS birtir nú verðhlutföll á kindakjöti fyrir haustið 2014. Ekki eru gerðar miklar breytingar frá fyrra hausti. Áætlað er að hefja slátrun 20. ágúst með um 800 kindum og 113% verðhlutfalli fyrir dilka. Samfelld slátrun hefst svo 10. september....

Fréttir 2013

Afurðaverðskrá sauðfjár haustið 2013 og nýtt fréttabréf.

Nýtt fréttabréf er komið út ásamt verðskrá SS á innlögðu kindakjöti haustið 2013. Í fréttabréfinu er m.a. komið inn á endurbætur á starfstöð félagsins á Selfossi, horfur á kjötmarkaði, fyrirkomulagi á haustslátrun og heimtöku.  Einnig fjallað um áburðar- og...

Verðlækkun á hrossakjöti til bænda

Í kjölfar hrossakjötshneykslis í Evrópu hefur orðið umtalsvert verðfall og sölutregða á hrossavinnsluefni á okkar helstu markaðssvæðum. Þetta hefur alvarleg áhrif á afsetningarmöguleika okkar á hrossakjöti, vonandi einungis tímabundið. Því verður ekki hjá því komist...

SS fjárfestir á Suðurlandi

Þessa dagana eru að hefjast umtalsverðar fjárfestingar SS á Suðurlandi en SS er stærsti atvinnurekandi Suðurlands og skapar þar hátt í 400 störf með dótturfélagi sínu Reykjagarði.   Stærsta afurðastöð landsins er stöð SS á Selfossi, sjá meðfylgjandi mynd. Þar...

SS er stoltur styrktaraðili íslenskra ofurhuga.

Fyrr í vetur styrkti SS Vilborgu Örnu sem lauk göngu sinni með glæsibrag til Suðurpólsins. Núna er komið öðrum víkingum að styrkja, en það eru ofurhugarnir Einar Örn, Eyþór, Kjartan og Svanur. Þessir kappar ætla að leggja upp í róður á sérstökum úthafsróðrarbát yfir...

Deildarfundi frestað vegna veðurs

Vegna veðurs er deildarfundi sem halda átti í dag að Laugalandi frestað fram til fimmtudagsins 14. mars n.k. Dagsskrá deildarfunda.

SS greiðir uppbót á afurðaverð

SS greiðir þann 22. febrúar n.k. 2,8% uppbót á afurðaverð vegna innleggs á árinu 2012, alls 47 mkr. en að viðbættum virðisaukaskatti 59 mkr. Uppbót á afurðaverð er í samræmi við arðgreiðslustefnu félagsins. Stjórn SS samþykkti á stjórnarfundi hinn 19....

Afkoma ársins 2012

Fréttatilkynning á pdf. formi með 5 ára yfirliti Ársreikningur 2012 á pdf. formi • Tekjur ársins 9.394 mkr. en 8.451 mkr. árið 2011. • 463 mkr. hagnaður á árinu á móti 1.179 mkr. árið áður. • EBITDA afkoma var 980 mkr. en 924 mkr. árið 2011. • Eiginfjárhlutfall 50% í...

Yara verðskrá 2013 komin út

Verðskrá Yara áburðar fyrir árið 2013 er komin út. Í boði eru hagstæðir greiðslusamningar eða staðgreiðsluafsláttur. Ekki eru miklar breytingar á áburðartegundum en NPK 15-7-12 inniheldur nú 4% kalk(Ca) og 1,5% brennistein(S). Allur Yara áburður er...

Fréttir 2012

Níels tilnefndur til Fjöreggs

Níels Hjaltason forstöðumaður gæðaeftirlits okkar fékk á dögunum tilnefningu til Fjöreggs MNÍ 2012 (Matvæla og næringarfræðingafélag Íslands). Fjöldi ábendinga um verðuga verðlaunahafa bárust félaginu og sérstök dómnefnd valdi fimm þeirra úr sem tilnefningar til...

Fremstir fyrir Bratwurst grillpylsurnar

Kjötiðnaðarmenn SS fengu enn eina rósina í hnappagatið síðastliðinn föstudag þegar þeir unnu Bratwurst grillpylsukeppni ÍSAM og AVO.  Keppnin var liðakeppni þar sem öllum kjötvinnslum á landinu var boðin þátttaka og fólst í að framleiða bestu Bratwurst- eða...

Heilsusamlegir starfsmenn SS

Þeir tóku þátt í heilsuvikunni með því að bjóða upp á heilsufarsmælingar fyrir allt starfsfólk auk þess sem allur matur í mötuneytinu var settur fram með næringargildisútreikningum, til þess að fólk gæti glöggvað sig á orkunni sem það væri að innbyrða. Einnig var...

Hækkun á kjarnfóðri

Kjarnfóður hækkar um 5 - 10% frá 8. október 2012. Hækkunin er tilkomin vegna hækkunar á hráefnum til kjarnfóðurgerðar og gengisbreytinga.  Staðgreiðsluverð á K20 kúafóðri er eftir hækkun 80.777,- kr/tonn án virðisaukaskatts. Kjarnfóðurverskrá...

Ný auglýsing frá SS

SS hefur frumsýnt nýja ímyndar auglýsingu. Inntak auglýsingarinnar er náungakærleikur og hjálpsemi undir fallegu lagi frá meistara KK. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KK vinnur með SS og hefur samstarfið við hann verið mjög farsælt og gott. Auglýsinguna má sjá með því...

Ný verðskrá kindakjöts

Ný verðskrá kindakjöts til bænda fyrir haustið 2012 er nú kynnt en SS birti fyrst allra sláturleyfishafa verðskrá 24. júlí s.l. Í samræmi við stefnu félagsins mun SS nú sem fyrr greiða samkeppnishæft verð til bænda fyrir kjöt. Ef þörf verður á mun SS endurskoða...

Afkoma á fyrri árshelmingi 2012

• Tekjur á fyrri árshelmingi 4.925 mkr. og aukast um 12% milli ára. • 160 mkr. hagnaður á fyrri árshelmingi ársins. • EBITDA afkoma var 471 mkr. en 468 mkr. árið áður. • Eigið fé 2.831 mkr. í lok júní og eiginfjárhlutfall 47%. Fréttatilkynningin á pdf. formi með 5 ára...

Nýtt fréttabréf og verðskrá vegna innlagðs kindakjöts haustið 2012

Nýtt fréttabréf er komið út ásamt verðskrá SS á innlögðu kindakjöti haustið 2012. Grunnverðskrá dilkakjöts hækkar um 3% frá fyrra ári jafnframt því sem bætt er við sláturviku í nóvember með 10% álagi sem hækkar meðalverð. Ekki er hækkun á kjöti af fullorðnu fé....