Fyrr í vetur styrkti SS Vilborgu Örnu sem lauk göngu sinni með glæsibrag til Suðurpólsins. Núna er komið öðrum víkingum að styrkja, en það eru ofurhugarnir Einar Örn, Eyþór, Kjartan og Svanur. Þessir kappar ætla að leggja upp í róður á sérstökum úthafsróðrarbát yfir sjálft Norður-Atlandshafið, frá Noregi til Norður Ameríku. Róðurinn verður óstuddur og án fylgdarbáta. Ýtt verður úr vör 17. maí nk. á þjóðhátíðardegi Norðmanna frá Kristianssand í Noregi og stefnan sett á Ísland. Annar áfangi verður svo tekinn eftir vetursetu á Íslandi en þá verður haldið frá Grænlandi til Nýfundnalands.

Stefnan er sett á heimsmet en takist þeim félögum ætlunarverkið munu þeir hafa róið leiðina fyrstir manna með handaflinu einu saman. Áætlað er að fyrsti áfangi taki að hámarki 3 mánuði í heild. Bein er leiðin 1.600 kílómetrar.

Mikilvægt er þegar lagt er upp í átök sem þessi að huga vel að mataræði. En auk þess að styrka leiðangurinn fjárhagslega þá mun SS leggja til orkuríkan mat fyrir þessa íslensku ævintýramenn til að neyta um borð. SS er með fjölda gæðamatvara sem henta bæði þeim sem vilja gæta aðhalds svo og þeim sem þurfa mikla holla orku með litlum kolvetnum.

SS, fremstir fyrir bragðið.

atlandshafsrodurinn_ss