Kjarnhitinn fer eftir kjöttegund
 
taflaeldun

Gagnlegar upplýsingar fyrir grillara!

– Til að byrja með er mikilvægt er að hita grillið vel með lokinu yfir. Ef þess þarf er einnig nauðsynlegt hreinsa grindurnar þegar þær eru orðnar vel heitar. Sum grill má ekki hreinsa með vírbursta því það getur eyðilagt málmhúðina.

– Rétt áður en maturinn er settur á grillið er gott að væta eldhúspappír með matarolíu og strjúka yfir grindurnar til að maturinn festist síður við þær.

– Allt kjöt sem á að grilla er betra að taka úr kæli 1-2 klst. áður en það fer á grillið og það á enn frekar við um stærri eða þykkari bita. Þannig verður steikingin jafnari.

– Eftir eldun er betra að láta kjötið jafna sig. Þunnar sneiðar í aðeins örfáar mínútur en stórar steikur eins og lambalæri í allt að 15–20 mínútur hulið með álpappír.

– Margir eiga kjöthitamæli sem gott er að nota þegar verið er að grilla þykkari kjötbita eða heil læri. Athuga þarf að mælt er með mismunandi kjarnhita eftir tegundum af kjöti sjá nánar hér til hliðar.

til_baka