Tillaga fyrir aðalfund Sláturfélags Suðurlands svf. 19. mars 2021.

Eftirfarandi tillaga hefur borist stjórn Sláturfélags Suðurlands:

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands haldinn á Goðalandi í Fljótshlíð 19. mars 2021, samþykkir að stjórn Sláturfélags Suðurlands láti vinna skýrslu þar sem þróun sölu einstakra kjöttegunda í gegnum vinnslu félagsins verði greind frá árinu 2000.

Greinargerð:
Í 3 gr. samþykkta félagsins segir: „Tilgangur félagsins er að annast slátrun, úrvinnslu og sölu á framleiðslu félagsmanna.‘‘

Í ljósi harðnandi samkeppni á kjötmarkaði og verri afkomu félagsins teljum við sem félagsmenn í þessu samvinnufélagi bænda mikilvægt að kalla eftir þessum upplýsingum svo að staða félagsins í úrvinnslu afurða bænda sé gerð ljósari og eins hvert félagið stefni í sínum rekstri.

Ágúst Ingi Ketilsson
Geir Gíslason
Reynir Þór Jónsson
Stefán Geirsson
Trausti Hjálmarsson

 

 

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn 19. mars 2021 að Goðalandi, Fljótshlíð kl. 15:00.

 

Reykjavík, 8. mars 2021.

Sláturfélag Suðurlands svf.

Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri – sími: 575 6000 – hjalti@ss.is

Tillaga fyrir aðalfund Sláturfélags Suðurlands svf., 19. mars 2021 á PDF formi

Framboð til stjórnar og varastjórnar Sláturfélags Suðurlands svf. á aðalfundi 19. mars 2021

Framboð til stjórnar og varastjórnar Sláturfélags Suðurlands svf. á aðalfundi 19. mars 2021.

Framboð til stjórnar og varastjórnar skal hafa borist skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykkta félagsins. Framboð hefur borist innan tilskilins frests frá eftirtöldum aðilum:

Til setu í aðalstjórn
Guðrún S. Magnúsdóttir, Bræðratungu, 801 Selfossi
Hallfreður Vilhjálmsson, Kambshóli II, 301 Akranesi
Kristinn Jónsson, Staðarbakka, 861 Hvolsvelli
Lilja Guðrún Eyþórsdóttir, Vestri-Reynir, 301 Akranesi
Sverrir Gíslason, Kirkjubæjarklaustur 2, 880 Kirkjubæjarklaustri

Til setu í varastjórn
Anna Björg Ketilsdóttir, Þorgautsstöðum, 320 Reykholti
Guðmundur H. Davíðsson, Miðdal, 270 Mosfellsbæ
Gunnar Sigurjónsson, Litla-Hofi, 785 Öræfi
Oddný Steina Valsdóttir, Butru, 861 Hvolsvelli
Þorsteinn Logi Einarsson, Egilsstaðakoti, 801 Selfossi

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn 19. mars 2021 að Goðalandi, Fljótshlíð kl. 15:00.

Aðalfundur SS framboð til stjórnar og varastjórnar 2021 á pdf. formi

Dagatal 2021

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn föstudaginn 19. mars 2021 á Goðalandi, Fljótshlíð og hefst kl. 15:00.

Birtingaráætlun:
• Jan – júní 2021 uppgjör, þann 26. ágúst 2021
• Júl – des 2021 uppgjör, þann 17. febrúar 2022

Jafnframt er fyrirhugað að halda aðalfund vegna ársins 2021, föstudaginn 18. mars 2022.

Dagskrá aðalfundar 19. mars 2021

Auglýsing aðalfundar SS

Dagskrá og tillögur fyrir aðalfund á pdf. formi

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn föstudaginn 19. mars 2021 á Goðalandi Fljótshlíð og hefst kl. 15:00.

Dagskrá:

1. Setning aðalfundar, kosning starfsmanna fundarins og könnun á mætingu fulltrúa.
2. Skýrsla stjórnar félagsins.
3. Starfsemi félagsins á liðnu ári.
4. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár skýrður.
5. Skýrsla skoðunarmanna.
6. Tillaga stjórnar um vexti af stofnsjóði og greiðslu arðs.
7. Umræður um skýrslu stjórnar, skýrslu um starfsemi félagsins, ársreikning og tillögu um vexti og arð af stofnsjóði.
8. Afgreiðsla ársreiknings og tillagna um vexti og arð af stofnsjóði.
9. Kosin stjórn félagsins.
10. Kosning endurskoðenda og skoðunarmanna.
11. Ákvörðun um þóknun stjórnar, skoðunarmanna og greiðslur til fulltrúa.
12. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, löglega upp borin.

Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar og varastjórnar skal hafa borist skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykkta félagsins.

Liður 6 í dagskrá: Tillaga stjórnar um vexti af stofnsjóði og greiðslu arðs.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. leggur til við aðalfund að ekki séu reiknaðir vextir af höfuðstól stofnsjóðs A-deildar og ekki verði greiddur arður af stofnsjóði B-deildar.

Reykjavík, 18. febrúar 2021.

Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.

Afkoma ársins 2020

Fréttatilkynning á pdf. formi með 5 ára yfirliti

Ársreikningur 2020 á pdf. formi

• Rekstrartekjur ársins 11.352 m.kr. en 12.069 m.kr. árið 2019
• 259 m.kr. tap á árinu á móti 78 m.kr. hagnaði árið áður
• EBITDA afkoma var 363 m.kr. en 727 m.kr. árið 2019
• Eigið fé 5.046 m.kr. og eiginfjárhlutfall 50%

Samstæðuársreikningurinn samanstendur af ársreikningi Sláturfélags Suðurlands svf. og dótturfélaga þess, Reykjagarðs hf. og Hollt og gott ehf.

Tap samstæðu Sláturfélags Suðurlands á árinu 2020 var 259 m.kr. Árið áður var 78 m.kr. hagnaður. COVID-19 hafði víðtæk neikvæð áhrif á afkomu félagsins á árinu með samdrætti í tekjum og auknum kostnaði. Eigið fé er 5.046 m.kr. og eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 50%.

Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 11.352 m.kr. árið 2020, en 12.069 m.kr. árið áður og lækka því um 6%. Aðrar tekjur voru 79 m.kr. en 99 m.kr. árið áður.

Vöru- og umbúðanotkun var 5.335 m.kr. en 5.651 m.kr. árið áður. Launakostnaður var 3.573 m.kr. og lækkaði um 1%, annar rekstrarkostnaður var 2.159 m.kr. og lækkaði um tæpt 1%. Afskriftir hækkuðu um 2%. Rekstrartap án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 123 m.kr., en 253 m.kr. rekstrarhagnaður árið áður. Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 363 m.kr. en var 727 m.kr. árið áður.

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 208 m.kr., en voru 196 m.kr. árið áður. Gengishagnaður var 7 m.kr. samanborið við 17 m.kr. gengistap árið áður.

Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var jákvæð um 4 m.kr.

Reiknaður tekjufærður tekjuskattur er 68 m.kr. en gjaldfærður 8 m.kr. árið áður. Tap af rekstri ársins var 259 m.kr. en 78 m.kr. hagnaður árið áður.

Veltufé frá rekstri án vaxta og skatta var 361 m.kr. árið 2020 samanborið við 717 m.kr. árið 2019. Heildareignir Sláturfélagsins 31. desember 2020 voru 10.085 m.kr. og eiginfjárhlutfall 50%. Veltufjárhlutfall var 1,8 árið 2020, en 2,3 árið áður.

Fjárfest var á árinu fyrir 419 m.kr. í varanlegum rekstrarfjármunum en 359 m.kr. árið áður. Seldar voru eignir fyrir 7 m.kr. Á árinu var fjárfest í fasteignum fyrir 100 m.kr., vélum og tækjabúnaði fyrir 306 m.kr. og bifreiðum 13 m.kr.

Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í júní 2020 var í júnímánuði greiddur 12,66% arður af B-deild stofnsjóðs alls 23 m.kr. og reiknaðir 3% vextir á A-deild stofnsjóðs alls 10 m.kr.

Stjórnin staðfesti endurskoðaðan ársreikning félagsins á stjórnarfundi í dag.

Sláturfélagið er skráð á First North markaðinn hjá NASDAQ OMX. Sláturfélagið birtir upplýsingar um afkomu á sex mánaða fresti. Ráðgert er að birta afkomu fyrri árshelmings ársins 2021 þann 26. ágúst 2021.

Aðalfundur
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn föstudaginn 19. mars n.k. Stjórn félagsins mun þar leggja til að ekki verði reiknaðir vextir af höfuðstól stofnsjóðs A-deildar og ekki verði greiddur arður af stofnsjóði B-deildar.

Staða og horfur
Fjárhagsstaða Sláturfélagsins er traust með 50% eiginfjárhlutfall og veltufjárhlutfall 1,8. Langtímatímaskuldir í lok árs voru 2.039 m.kr. Næsta árs afborganir eru um 102 m.kr. en lán samstæðunnar eru til langs tíma. Aðgangur að lausu fé er jafnframt vel tryggður með 625 m.kr. lánalínu.

Afkoma Sláturfélagsins versnaði milli ára vegna tekjusamdráttar og aukins kostnaðar m.a. vegna smitvarna sem grípa þurfti til vegna COVID-19. Gert er ráð fyrir að neikvæð áhrif COVID-19 faraldursins muni gæta áfram á árinu 2021.

Framleiðsla kjöts á landsvísu dróst saman um 2% á árinu 2020 og sala um 5%. Ekki er gert ráð fyrir að kjötmarkaðurinn komist í betra jafnvægi fyrr en neikvæðum áhrifum af COVID-19 líkur með auknum fjölda ferðamanna til landsins. Áfram er gert ráð fyrir neikvæðum áhrifum af innflutningi kjötvara á afkomu afurðahluta samstæðunnar.

Kjötiðnaður félagsins stendur traustum fótum þrátt fyrir neikvæð áhrif af COVID-19. Á árinu var fjárfest í nýjum vélbúnaði til að auka enn frekar hagkvæmni matvælaframleiðslunnar. Ímynd félagsins á markaði er góð og staða lykilvörumerkja sterk sem treystir grundvöll fyrir áframhaldandi uppbyggingu félagsins sem leiðandi aðila á kjötmarkaði.

Innflutningshluti félagsins gekk vel á árinu. Góð tækifæri eru til frekari vaxtar en félagið er í samstarfi við leiðandi aðila á sínu sviði.

Fjárhagsdagatal
Aðalfundur 2021 19. mars 2021
Janúar – júní 2021 uppgjör 26. ágúst 2021
Júlí – desember 2021 uppgjör 17. febrúar 2022
Aðalfundur 2022 18. mars 2022

Frekari upplýsingar veitir:

Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000 – steinthor@ss.is
Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri í síma 575 6000 – hjalti@ss.is