Dagatal 2022

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn föstudaginn 18. mars 2022 á Goðalandi, Fljótshlíð og hefst kl. 15:00.

Birtingaráætlun:
• Jan – júní 2022 uppgjör, þann 25. ágúst 2022
• Júl – des 2022 uppgjör, þann 16. febrúar 2023

Jafnframt er fyrirhugað að halda aðalfund vegna ársins 2022, föstudaginn 17. mars 2023.

Afkoma ársins 2021

Fréttatilkynning á pdf. formi með 5 ára yfirliti

Ársreikningur 2021 á pdf. formi

• Rekstrartekjur ársins 13.023 m.kr. en 11.352 m.kr. árið 2020
• 234 m.kr. hagnaður á árinu á móti 259 m.kr. tapi árið áður
• EBITDA afkoma var 1.026 m.kr. en 363 m.kr. árið 2020
• Eigið fé 5.350 m.kr. og eiginfjárhlutfall 50%

Samstæðuársreikningurinn samanstendur af ársreikningi Sláturfélags Suðurlands svf. og dótturfélaga þess, Reykjagarðs hf. og Hollt og gott ehf.

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á árinu 2021 var 234 m.kr. Árið áður var 259 m.kr. tap. Betri markaðsaðstæður og aðgerðir sem gripið var til skýra bætta afkomu frá fyrra ári. Eigið fé er 5.350 m.kr. og eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 50%.

Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 13.023 m.kr. árið 2021, en 11.352 m.kr. árið áður og hækka því um 15%. Aðrar tekjur voru 135 m.kr. en 79 m.kr. árið áður.

Vöru- og umbúðanotkun var 6.316 m.kr. en 5.335 m.kr. árið áður. Launakostnaður var 3.605 m.kr. og hækkaði um tæpt 1%, annar rekstrarkostnaður var 2.211 m.kr. og hækkaði um rúm 2%. Afskriftir lækkuðu um tæpt 1%. Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 545 m.kr., en 123 m.kr. rekstrartap árið áður. Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 1.026 m.kr. en var 363 m.kr. árið áður.

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 260 m.kr., en voru 208 m.kr. árið áður. Gengistap var 4 m.kr. samanborið við 7 m.kr. gengishagnað árið áður.

Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var jákvæð um 8 m.kr.

Reiknaður gjaldfærður tekjuskattur er 59 m.kr. en tekjufærður 68 m.kr. árið áður. Hagnaður af rekstri ársins var 234 m.kr. en 259 m.kr. tap árið áður.

Veltufé frá rekstri án vaxta og skatta var 956 m.kr. árið 2021 samanborið við 361 m.kr. árið 2020. Heildareignir Sláturfélagsins 31. desember 2021 voru 10.631 m.kr. og eiginfjárhlutfall 50%. Veltufjárhlutfall var 2,4 árið 2021, en 1,8 árið áður.

Fjárfest var á árinu fyrir 362 m.kr. í varanlegum rekstrarfjármunum en 419 m.kr. árið áður. Seldar voru eignir fyrir 131 m.kr. Á árinu var fjárfest í fasteignum fyrir 44 m.kr., vélum og tækjabúnaði fyrir 226 m.kr. og bifreiðum 92 m.kr.

Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í mars 2021 var ekki greiddur arður af B-deild stofnsjóðs og ekki reiknaðir vextir á A-deild stofnsjóðs.

Stjórnin staðfesti endurskoðaðan ársreikning félagsins á stjórnarfundi í dag.

Sláturfélagið er skráð á First North markaðinn hjá NASDAQ OMX. Sláturfélagið birtir upplýsingar um afkomu á sex mánaða fresti. Ráðgert er að birta afkomu fyrri árshelmings ársins 2022 þann 25. ágúst 2022.

Aðalfundur
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn föstudaginn 18. mars n.k. Stjórn félagsins mun þar leggja til að greiddur verði 14,84% arður af B-deild stofnsjóðs, þar af verðbótarþáttur 4,84%, alls 26,7 m.kr. eða 0,1484 kr. á hvern útgefin hlut og reiknaðir 6% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls 21,0 m.kr.

Staða og horfur
Fjárhagsstaða Sláturfélagsins er traust með 50% eiginfjárhlutfall og veltufjárhlutfall 2,4. Langtímatímaskuldir í lok árs voru 2.536 m.kr. Næsta árs afborganir eru um 86 m.kr. en lán samstæðunnar eru til langs tíma. Lausafjárstaða félagsins er einnig góð en handbært fé var um áramót 564 m.kr. og góður aðgangur að skammtímafjármögnun sé þess þörf.

Rekstrartekjur samstæðunnar hækkuðu um 1.672 m.kr. eða um 15% vegna betri markaðsaðstæðna og aðgerða til að auka tekjur. Staðan á veitingamarkaði batnaði auk þess sem samstæðan styrkti stöðu sína á smásölumarkaði. Afkoma Sláturfélagsins batnar milli ára um 493 m.kr.

Framleiðsla kjöts á landsvísu dróst saman um 0,3% á árinu 2021 en sala jókst um 2,4%. Áhyggjuefni er áætlaður samdráttur í kindakjötsframleiðslu á komandi árum en afkoma bænda í greininni er slæm og brýnt að hún verði bætt. Hækkanir á hrávörumarkaði hafa verið mjög miklar einkum á áburði og öðrum rekstrarvörum bænda. Verði stuðningur við greinina ekki aukinn með sértækum aðgerðum og hækkun á afurðaverði til lengri tíma getur það haft mjög neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu. Áfram er gert ráð fyrir neikvæðum áhrifum af innflutningi kjötvara á afkomu afurðahluta samstæðunnar.

Kjötiðnaður félagsins stendur vel. Á árinu var fjárfest í nýjum vélbúnaði til að auka enn frekar hagkvæmni matvælaframleiðslunnar. Ímynd félagsins á markaði er góð og staða lykilvörumerkja sterk sem treystir grundvöll fyrir áframhaldandi uppbyggingu félagsins sem leiðandi aðila á kjötmarkaði.

Sala á innflutningsvörum, matvælum og búrekstrarvörum jókst verulega milli ára. Góð tækifæri eru til frekari vaxtar en félagið er í samstarfi við leiðandi aðila á sínu sviði.

Fjárhagsdagatal
Aðalfundur 2022 18. mars 2022
Janúar – júní 2022 uppgjör 25. ágúst 2022
Júlí – desember 2022 uppgjör 16. febrúar 2023
Aðalfundur 2023 17. mars 2023

Frekari upplýsingar veitir:

Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000 – steinthor@ss.is
Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri í síma 575 6000 – hjalti@ss.is

Afkoma á fyrri árshelmingi 2021

Fréttatilkynning á pdf. formi með 5 ára yfirliti

Árshlutareikningur jan-jún 2021 á pdf. formi

Afkoma á fyrri árshelmingi 2021

• Tekjur á fyrri árshelmingi 6.563 m.kr. og hækka um 9% milli ára.
• 129 m.kr. hagnaður á fyrri árshelmingi ársins en 21 m.kr. tap árið áður.
• EBITDA afkoma var 539 m.kr. en 298 m.kr. árið áður.
• Eigið fé 5.219 m.kr. í lok júní og eiginfjárhlutfall 48%.

Árshlutareikningurinn samanstendur af árshlutareikningi Sláturfélags Suðurlands svf. og dótturfélögum þess, Reykjagarði hf. og Hollt og gott ehf.

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á tímabilinu janúar til júní 2021 var 129 m.kr. Á sama tímabili árið áður var 21 m.kr. tap. Eigið fé Sláturfélagsins er 5.219 m.kr. í lok júní.

Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 6.563 m.kr. á fyrri árshelmingi ársins 2021, en 6.013 m.kr. á sama tíma árið áður og hækka því um rúm 9%. Aðrar tekjur voru 49 m.kr. en 44 m.kr. árið áður.

Vöru- og umbúðanotkun var 3.479 m.kr. en 3.133 m.kr. árið áður. Launakostnaður var 1.632 m.kr. og lækkaði um tæpt 1%, annar rekstrarkostnaður var 961 m.kr. og lækkaði um tæp 2% og afskriftir voru 239 m.kr. og lækka um tæp 2%. Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 299 m.kr., en 55 m.kr. árið áður. Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 539 m.kr. en var 298 m.kr. á sama tíma í fyrra.

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 143 m.kr., en voru 88 m.kr., á sama tímabili í fyrra. Reiknaður tekjuskattur nam 31 m.kr. til gjalda, en 9 m.kr. til tekna árið áður. Hagnaður af rekstri tímabilsins var 129 m.kr. en 21 m.kr. tap á sama tímabili árið áður.

Veltufé frá rekstri án vaxta og skatta var 523 m.kr. á fyrri árshelmingi ársins 2021, samanborið við 297 m.kr. fyrir sama tímabil árið 2020. Heildareignir Sláturfélagsins 30. júní voru 10.772 m.kr. og eiginfjárhlutfall 48% en 52% árið áður. Veltufjárhlutfall var 2,2 á fyrri hluta ársins 2021, en 2,0 árið áður.

Fjárfest var í varanlegum rekstarfjármunum á fyrri árshelmingi 2021 fyrir 125 m.kr. en 244 m.kr. á sama tímabili árið áður. Fjárfest var í fasteignum fyrir 9 m.kr. og vélbúnaði og bifreiðum fyrir 116 m.kr.

Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í mars 2021 var ekki greiddur arður af B-deild stofnsjóðs og ekki reiknaðir vextir á A-deild stofnsjóðs.

Stjórn og forstjóri staðfestu árshlutareikning samstæðu Sláturfélagsins fyrir tímabilið 1. janúar – 30. júní 2021
með undirritun á stjórnarfundi í dag. Árshlutareikningur samstæðunnar er með könnunaráritun endurskoðenda.

Sláturfélagið er skráð á First North markaðinn hjá NASDAQ. Sláturfélagið birtir upplýsingar um afkomu á sex mánaða fresti. Ráðgert er að birta afkomu ársins 2021 þann 17. febrúar 2022.

Staða og horfur
Fjárhagsstaða Sláturfélagsins er traust með 48% eiginfjárhlutfall og veltufjárhlutfall 2,2. Langtímaskuldir í lok júní 2021 voru 2.637 m.kr. Næsta árs afborganir eru um 102 m.kr. en lán samstæðunnar eru til langs tíma. Í ágúst var lokið við endurfjármögnun móðurfélagsins en tekin voru ný lán til 30 ára og eldri lán greidd upp. Vaxtakjör eru umtalsvert betri sem hefur jákvæð áhrif á vaxtakostnað félagsins á komandi árum.

Afkoma Sláturfélagsins batnar milli ára. Neikvæð áhrif af COVID-19 koma einkum fram í afurða- og matvælahluta samstæðunnar en samdráttur í innlendri kjötsölu milli ára var um 4% á landsvísu. Gert er ráð fyrir að neikvæðra áhrifa af COVID-19 muni áfram gæta á árinu og því næsta hið minnsta.

Innflutningur á kjöti og samdráttur í kjötsölu hefur haft neikvæð áhrif á afkomu afurðafélaga. Áfram verður unnið að því að aðlaga rekstur samstæðunnar að breyttu rekstrarumhverfi, m.a. með því að leggja áherslu á sérstöðu og gæði innlendrar framleiðslu.

Staða lykilvörumerkja félagsins í matvælaiðnaði er sterk og ímynd félagsins góð á markaði sem rennir stoðum undir frekari uppbyggingu á markaðsstöðu á komandi árum. Aukin vélvæðing og öflug vöruþróun hefur styrkt grundvöll félagsins sem leiðandi aðila á kjötmarkaði. Samt sem áður er reiknað með erfiðum aðstæðum á kjötmarkaði á næstu árum. Einnig er erfitt að meta nú hversu lengi neikvæð áhrif af COVID-19 muni vara.

Matvöruhluti innflutningsdeildar hefur styrkt stöðu sína á markaði með nýjum vöruflokkum sem ganga vel. Búvöruhluti innflutningsdeildar hefur byggst upp á undanförnum árum og er að þjónusta bændur með allar helstu rekstrarvörur. Áfram verða nýtt tækifæri til frekari vaxtar.

Fjárhagsdagatal
Júlí – desember 2021 uppgjör          17. febrúar 2022
Aðalfundur 2022                               18. mars 2022

Frekari upplýsingar veita:

Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000 – steinthor@ss.is

Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri í síma 575 6000 – hjalti@ss.is

Niðurstöður aðalfundar 19. mars 2021

Niðurstöður aðalfundar Sláturfélags Suðurlands svf.  Hér á PDF formi

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands var haldinn föstudaginn 19. mars 2021 kl. 15:00 að Goðalandi, Fljótshlíð.

1. Ársreikningur
Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2020.

2. Tillaga stjórnar um vexti af stofnsjóði og greiðslu arðs samþykkt
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. leggur til við aðalfund að ekki séu reiknaðir vextir af höfuðstól stofnsjóðs A-deildar og ekki verði greiddur arður af stofnsjóði B-deildar.

3. Tillaga fyrir aðalfund samþykkt
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands haldinn á Goðalandi í Fljótshlíð 19. mars 2021, samþykkir að stjórn Sláturfélags Suðurlands láti vinna skýrslu þar sem þróun sölu einstakra kjöttegunda í gegnum vinnslu félagsins verði greind frá árinu 2000.

4. Kosning stjórnar
Stjórn félagsins eftir kosningar skipa eftirtaldir:

Aðalmenn:
Hallfreður Vilhjálmsson, formaður, kt. 031259-4449
Kristinn Jónsson, varaformaður, kt. 020460-3939
Guðrún S. Magnúsdóttir, kt. 270875-5729
Lilja Guðrún Eyþórsdóttir, kt. 260864-5489
Sverrir Gíslason, kt. 060469-4319

Til vara:
Anna Björg Ketilsdóttir, kt.101064-4769
Guðmundur H. Davíðsson, kt. 020659-2119
Gunnar Sigurjónsson, kt. 170166-3299
Oddný Steina Valsdóttir, kt. 020480-4919
Þorsteinn Logi Einarsson, kt. 221082-5169

5. Kosning skoðunarmanna og endurskoðenda
Löggiltur endurskoðandi:
Deloitte hf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur

Skoðunarmenn:
Aðalmenn:
Esther Guðjónsdóttir, kt. 010366-5509
Jónas Erlendsson, kt. 230263-7369

Varaskoðunarmenn:
Finnur Pétursson, kt. 260662-2609
Ragnar Lárusson, kt. 141057-4569

6. Laun stjórnar og skoðunarmanna
Stjórnarformaður kr. 1.349.000,- á ári.
Meðstjórnendur kr. 674.000,- á ári.
Skoðunarmenn kr. 177.000,- á ári.
Endurskoðunarnefnd(stjórnarmaður) kr. 177.000,- á ári.