Afurðaverðskrá sauðfjár haustið 2013 og nýtt fréttabréf.

Nýtt fréttabréf er komið út ásamt verðskrá SS á innlögðu kindakjöti haustið 2013. Í fréttabréfinu er m.a. komið inn á endurbætur á starfstöð félagsins á Selfossi, horfur á kjötmarkaði, fyrirkomulagi á haustslátrun og heimtöku.  Einnig fjallað um áburðar- og fóðurviðskipti og vörunýjungar.

Nánari upplýsingar um nýtt fréttabréf og afurðaverðskrá sauðfjár 2013:

Fréttabréf SS 25. júlí 2013 – vefrit

Fréttabréf SS 25. júlí 2013 – pdf 

Afurðaverðskrá sauðfjár 25. júlí 2013

SS greiðir uppbót á afurðaverð

SS greiðir þann 22. febrúar n.k. 2,8% uppbót á afurðaverð vegna innleggs á árinu 2012, alls 47 mkr. en að viðbættum virðisaukaskatti 59 mkr. Uppbót á afurðaverð er í samræmi við arðgreiðslustefnu félagsins.

Stjórn SS samþykkti á stjórnarfundi hinn 19. febrúar 2013 að hafa sem viðmiðun að greiða samtals einn þriðja af afkomu móðurfélagsins af reglulegri starfsemi eftir skatta og fyrir reiknaða hlutdeild í afkomu dótturfélags og hlutdeildarfélaga til eigenda og félagsmanna.

Ef jafna þarf tap eða leggja framlög í lögbundna sjóði kemur það til frádráttar. Þessi þriðjungur skiptist í arð þ.m.t. arð vegna verðbóta til B deildar, vexti til A deildar og uppbót á afurðaverð liðins árs. Arður til B deildar og vextir á A deild greiðast skv. samþykktum félagsins en það sem á vantar að þriðjungi af afkomu sé náð verður greitt sem uppbót á afurðaverð. Með þessum hætti er ætlunin að tengja enn betur en verið hefur ávinning bænda sem skipta við félagið við afkomu er vel gengur.