Svona verður gæðahangikjöt til.

Ísland í dag kíkti í heimsókn í kjötvinnslu SS á Hvolsvelli. Oddur Árnason verksmiðjustjóri og Benedikt Benediktsson verkstjóri segja okkur hvernig hangikjöt er búið til.

Umfjöllun Ísland í dag má sjá hér

Jólavörur SS má sjá hér

Yara birtir verðskrá á áburði 2013/14

Verðskrá Yara áburðar fyrir árið 2013/14 er komin út.  Verðskráin gildir til 31. desember 2013 en þó með fyrirvara um breytingar á gengi. Í boði eru hagstæðir greiðslusamningar eða ríkulegur staðgreiðsluafsláttur. 

Mikil verðlækkun á áburði
Köfnunarefnisáburður lækkar um 12% og er nú staðgreiðsluverð á OPTI-KAS 62.305 kr/t án vsk en var á síðasta sölutímabili 70.933 kr/t. Algengar þrígildar áburðartegundir lækka um 8 – 11% en aðrar minna.

Hagstætt tilboð á flutningi á áburði heim á hlað ef pantað er fyrir 31. desember 2013
1000 kr/tonn án vsk. fyrir 6 tonn og meira.

Þrjár nýjar tegundir sem allar innihalda selen
 Yara leggur áherslu á að bjóða bændum góða valkosti til að auka selen í heyi og á beitarlönd enda víða selenskortur. Nýjar tegundir eru NP 26-4 Se, NPK 27-3-3 Se og NPK 22-5-5 Se. 

Einkorna áburður
Allur Yara áburður er einkorna gæða áburður þar sem öll næringarefnin eru í hverju korni en góð dreifing og nýting næringarefna í áburði getur skipt sköpun varðandi fóðrun og heilsufar gripa. Einnig þarf að huga sérstaklega að sýrustigi jarðvegs til að nýting áburðarefna sé hámörkuð og vekjum við athygli á Kalksaltpetri og Dolomit kalki sem stendur til boða á hagstæðu verði. Nýting búfjáráburðar skiptir sem fyrr verulegu máli til að draga úr notkun á tilbúnum áburði.

Við ráðleggjum viðskiptavinum að ganga frá pöntun eins fljótt og hægt er til að tryggja sér hæsta pöntunarafslátt. Einnig ráðleggjum við viðskiptavinum að nýta sér staðgreiðsluafslátt sem er hár og ná þannig hagstæðustu kjörum. Einnig standa til boða hagstæðir greiðslusamningar fyrir þá sem kjósa að dreifa greiðslum vegna áburðarkaupa.

Nánari upplýsingar að finna á yara.is

Verðskrá og efnainnihald áburðartegunda 29. nóvermber 2013 á pdf formi 

Yara birtir verðskrá á áburði 2013/14

Verðskrá Yara áburðar fyrir árið 2013/14 er komin út.  Verðskráin gildir til 31. desember 2013 en þó með fyrirvara um breytingar á gengi. Í boði eru hagstæðir greiðslusamningar eða ríkulegur staðgreiðsluafsláttur. 

Mikil verðlækkun á áburði
Köfnunarefnisáburður lækkar um 12% og er nú staðgreiðsluverð á OPTI-KAS 62.305 kr/t án vsk en var á síðasta sölutímabili 70.933 kr/t. Algengar þrígildar áburðartegundir lækka um 8 – 11% en aðrar minna.

Hagstætt tilboð á flutningi á áburði heim á hlað ef pantað er fyrir 31. desember 2013
1000 kr/tonn án vsk. fyrir 6 tonn og meira.

Þrjár nýjar tegundir sem allar innihalda selen
 Yara leggur áherslu á að bjóða bændum góða valkosti til að auka selen í heyi og á beitarlönd enda víða selenskortur. Nýjar tegundir eru NP 26-4 Se, NPK 27-3-3 Se og NPK 22-5-5 Se. 

Einkorna áburður
Allur Yara áburður er einkorna gæða áburður þar sem öll næringarefnin eru í hverju korni en góð dreifing og nýting næringarefna í áburði getur skipt sköpun varðandi fóðrun og heilsufar gripa. Einnig þarf að huga sérstaklega að sýrustigi jarðvegs til að nýting áburðarefna sé hámörkuð og vekjum við athygli á Kalksaltpetri og Dolomit kalki sem stendur til boða á hagstæðu verði. Nýting búfjáráburðar skiptir sem fyrr verulegu máli til að draga úr notkun á tilbúnum áburði.

Við ráðleggjum viðskiptavinum að ganga frá pöntun eins fljótt og hægt er til að tryggja sér hæsta pöntunarafslátt. Einnig ráðleggjum við viðskiptavinum að nýta sér staðgreiðsluafslátt sem er hár og ná þannig hagstæðustu kjörum. Einnig standa til boða hagstæðir greiðslusamningar fyrir þá sem kjósa að dreifa greiðslum vegna áburðarkaupa.

Nánari upplýsingar að finna á yara.is

Verðskrá og efnainnihald áburðartegunda 29. nóvermber 2013 á pdf formi 

Tindfjallahangikjét af 2013 árgerðinni komið á markað

Það ríkir ávallt ákveðin eftirvænting hjá kjötmeisturum SS á Hvolsvelli þegar nýr árgangur af Tindfjallahangikjeti er fullverkaður og settur á markað.  Framleiðsluferlið er flókið og tekur marga mánuðið þar sem fagmennirnir leggja metnað og þekkingu í verkefnið.


Í upphafi eru sérvalin lambalæri með ákveðinni holdfyllingu og réttu fituhlutfalli.  Síðan eru lærin snyrt, söltuð með sérstakri saltuppskrift, tvíreykt með íslensku birki og sauðataði, þurrkuð og látin hanga og moðna eftir kúnstarinnar reglum við kjöraðstæður.  Utanaðkomandi þættir hafa áhrif á endanlegt bragð og það hvernig til tekst.  Þannig hefur rigningasumar áhrif á kjötið sjálft og auk þess á sauðataðið og birkilurkanna.
Meðfylgjandi mynd af kjötmeisturum SS er tekin þegar þeir gerðu lokapróf á 2013 árgerðinni.  Að mörgu er að hyggja.  Varan er snædd hrá og því þarf hún að vera mátulega sölt, mátulega þurr og rétta reykbragðið þarf að vera til staðar.  Þetta árið höfðu kjötmeistararnir býsna ólíkar skoðanir, sumir töldu óþurrkasumarið hafa haft áhrif til hins verra á meðan aðrir töldu að birkið hefði laufgast seint vegna vorkulda, en síðan sprottið vel í vætutíðinni, sem skilaði sér í einstöku birkibragði þetta árið.  Einn hafði það á orði að skítaveður Sunnanlands og hátt rakastig í lofti hefði haft góð áhrif á sauðataðið og gæfi þannig örlítinn keim af koníaki.  Allir voru sammála um að 2013 árgangurinn væri ljúffengur og sæmdi sér vel á borðum landsmanna.


Tindfjallahangikjet er sælkeravara, framleidd í mjög takmörkuðu magni og fáanleg tímabundið í öllum betri matvöruverslunum.

 

kjotidnadarmenn