Bændafundir SS 5. – 8. nóvember um áburð og kjarnfóður

Fundirnir verða haldnir frá kl. 20:30 – 23:00

Kaffi Egilsstaðir – þriðjudaginn 5. nóvember.

Hlíðarbæ, Akureyri – miðvikudaginn 6. nóvember.

Hótel Borgarnesi – fimmtudaginn 7. nóvember.

Félagsheimilinu Hvoli – föstudaginn 8. nóvember.

DAGSKRÁ

Steinþór Skúlason, forstjóri SS

Setur fundinn og ávarpar gesti.

Jakob Kvistgaard, framleiðslustjóri kjarnfóðurs hjá DLG

Fóðrun búfjár með hliðsjón af stein-og snefilefnaþörfum.

Staða danskra bænda í dag.

Ole Stampe, viðskiptastjóri hjá YARA

 Mikilvægi stein- og snefilefna í áburðargjöf.

Hvað aðgreinir einkorna áburð frá fjölkorna?

Umhverfisábyrgð YARA.

Auglýsingin á PDF-formi

Útboð á sauðfjárflutningum á Vesturlandi

Sláturfélag Suðurlands óskar eftir tilboðum í sauðfjárflutninga af Vesturlandi að sláturhúsi félagsins á Selfossi.

Flutningar fara fram með sérbúnum sauðfjárflutningavagni í eigu SS. Verktaki leggur til dráttarbifreið með ökumanni og aðstoðarmanni.

Útboðsgögn verða afhent þeim sem þess óska frá og með þriðjudeginum, 6. ágúst 2013 á skiptiborði SS, Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.  Einnig er hægt að panta útboðsgögn í síma 575 6000 og fá þau send með tölvupósti.

Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 13, föstudaginn, 16. ágúst 2013. Bjóðendur skulu hafa reynslu af meðhöndlun sauðfjár. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.

Auglýsing um útboð sauðfjárflutninga á pdf formi.


Útboð á sauðfjárflutningum á Vesturlandi

Sláturfélag Suðurlands óskar eftir tilboðum í sauðfjárflutninga af Vesturlandi að sláturhúsi félagsins á Selfossi.

Flutningar fara fram með sérbúnum sauðfjárflutningavagni í eigu SS. Verktaki leggur til dráttarbifreið með ökumanni og aðstoðarmanni.

Útboðsgögn verða afhent þeim sem þess óska frá og með þriðjudeginum, 6. ágúst 2013 á skiptiborði SS, Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.  Einnig er hægt að panta útboðsgögn í síma 575 6000 og fá þau send með tölvupósti.

Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 13, föstudaginn, 16. ágúst 2013. Bjóðendur skulu hafa reynslu af meðhöndlun sauðfjár. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.

Auglýsing um útboð sauðfjárflutninga á pdf formi.


Fjárhagsdagatal 2013 – Breyting á birtingardegi árshlutauppgjörs


Birtingardagur janúar – júní 2013 árshlutauppgjörs verður fimmtudagurinn 22. ágúst 2013 í stað 23. ágúst n.k.
 
Birtingaráætlun:
• Janúar – júní  2013 uppgjör, þann 22. ágúst 2013.
• Júlí  – desember 2013 uppgjör, þann 18. febrúar 2014.
 
Jafnframt er fyrirhugað að halda aðalfund vegna ársins 2013, föstudaginn 21. mars 2014.

Fjárhagsdagatal 2013 á pdf formi.

Umhverfisstefna SS

 

Umhverfisstefna er hluti af gæðastefnu SS og felur í sér að starfsemi SS skal vera í sátt við umhverfið og hafa eins lítil skaðleg áhrif og kostur er. Í þessu felast eftirfarandi meginþættir.

Nýting afurða

Stefnt er að fullnýtingu afurða þannig að gera megi allar afurðir að verðmætum eða koma þeim í endurnýjanlegan farveg sem skapar hringrás efna. Sjúkdómavarnir setja takmarkanir á endunýtingu nokkurra afurða en stefnt er að  85-90% nýtingarhlutfalli.

Umbúðir

Umbúðanotkun SS tekur mið af tvennu. Annars vegar skal nota margnota umbúðir alls staðar sem hægt er til að minnka sóun og úrgang. Í þessu skyni eru notaðir margnota plastkassar við vörudreifingu svo dæmi sé tekið. Hins vegar skulu þær umbúðir sem notaðar eru vera endurvinnanlegar ef þess er kostur.

Lágmörkun á pappírsnotkun

SS hvetur viðskiptavini til pappírslausra viðskipta og hefur fjölmargar lausnir sem minnka eða gera útprentun á pappír ónauðsynlega.

Mengun

Tiltækar aðferðir skulu notaðar til að draga úr mengun frá starfsemi SS. Þetta gildir jafnt um frárennsli, úrgang og loftmengun. Í þessu skyni eru m.a. síur á frárennsli og úrgangur lágmarkaður.

Í vörudreifingu er sett lágmark á stærð sendinga til að ekki sé verið að senda stóra flutningabíla um vegi landsins með lítið magn sem veldur óþarfa mengun og slysahættu.

Flokkun úrgangs

SS flokkar úrgang sem kemur frá starfsemi sinni til að endurnýta megi þann hluta sem er endurnýtanlegur.

Útlit stöðva

Starfsstöðvar SS skulu vera snyrtilegar og falla vel að umhverfinu og bera með sér að þar fer fram hágæða matvælaframleiðsla.

Í allri starfsemi skulu gæði höfð að leiðarljósi svo SS sé hverju sinni fremst fyrir bragðið í huga neytenda.