Þorrablót

Þorrablót er íslensk veisla sem haldin er á þorra með þjóðlegum gamaldags mat, drykk og siðum. Þorrablótin eiga upptök sín að rekja til íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn rétt fyrir aldamótin 1900. Þeir héldu saman veislu og minnstust gömlu goðana í þakklætiskyni fyrir fornöldina. Veislusalurinn var búinn fornum goðum, skjaldarmerkjum og öndvegissúlum. Langeldar brunnu á gólfinu og samsætið byrjaði með griðasetningu að fornum sið.Við samdrykkjuna var guðanna minnst, Óðins, Þórs, Freys, Njarðar, Braga, Freyju og fleiri.

Þorrablótin lögðust svo af en um miðja tuttugustu öldina var þessi gamli siður tekinn upp aftur þar sem áhersla var á gamaldags íslenskan mat. Síðan hefur tíðkast að halda þorrablót og fara flestir íslendingar á eitt slíkt á þorranum.

Þorramatur samanstendur af fjölbreyttum mat þar á meðal: kæstum hákarl, súrsuðum lambaafurðum, sviðum og sviðasultu, lifrapylsu, blóðmör, harðfisk, rúgbrauð, hangikjöti, selshreifum, saltkjöti, rófustöppu, kartöflum, flatkökum, síld og fleira mætti telja. Algengt er að drekka íslenskt brennivín með þorramatnum.