Til marks um hvílíkt heljarmenni Egill var segir sagan að eftir
eina orustuna hóf hann gríðarstórt naut, sem átti að fórna goðunum,
á loft og drap það.

svið og sviðasulta

Svið eru hefðbundinn íslenskur matur og eru sviðnir og hreinsaðir hausar af lömbum. Sviðin eru
klofin í tvennt og eru helmingarnir kallaðir sviðakjammar. Svið hafa verið borðuð á Íslandi frá
fornu fari og þykja mörgum þau sælgæti. Raunar hafa hausar verið nýttir til matar í mörgum
löndum og víða þótt besti bitinn af skepnunni.

Flestir tengja svið, sviðakjamma og sviðasultu einkum við þorramat en þessi vara er vinsæl árið
um kring. Svið á að sjóða í saltvatni í 1-1 1/2 klukkustund en ef á að nota þau í sviðasultu eru þau
soðin í 2 klukkustundir eða lengur til að auðvelt sé að losa kjötið af beinunum. Hefðbundið er að
bera svið fram með kartöflustöppu eða soðnum kartöflum og rófustöppu.

í Egilsögu eru margar frásagnir af bardögum Egils á víkingaferðum hans.
Hér er hann í sjóorustu.