Í fréttabréfinu er umfjöllun um sauðfjársláturtíðina sem gekk vel.

Í fréttabréfinu er fjallað um undirbúning að uppbyggingu á nýrri afurðastöð á Selfossi en að mörgu þarf að hyggja áður en ráðist er í framkvæmdir.

Búið er að gefa út sláturáætlun fyrir haustið 2024. Yfirborganir á dilka eru hækkaðar milli ára og jafnframt er sett yfirborgun á ær fyrstu fjórar sláturvikurnar til að stuðla að jafnari ærslátrun.

Umfjöllun er um þróun kindakjötsframleiðslunnar en gert er ráð fyrir að framleiðslan muni áfram dragast saman á komandi árum. Sauðfjársláturhús eru of mörg í landinu og mikilvægt að þeim fækki til að lækka sláturkostnað.

Fallþyngd dilka var með hæsta móti í haust sem skilaði sér í betri gerð skrokka. Einkunn í gerð hjá SS í haust var yfir landsmeðaltali.

SS lækkaði verð á nautgripafóðri frá dlg í september um allt að 10% og kynnti jafnframt að verðið myndi ekki hækka til loka júlí 2024. Bændur eru hvattir til að hafa samband búvörudeild félagsins og tryggja sér kjarnfóður á óbreyttu verði til næstu 8 mánaða. Áburður hefur lækkað á heimsmarkaði og SS mun kynna nýja verðskrá á Yara áburði tímanlega fyrir áramót.

Fjallað er ítarlega um stöðuna á kjötmarkaði, kyngreint nautgripasæði, vörunýjungar og kynningu á  deildarstjóra Vörumiðstöðvar sem er deild innfluttra matvæla hjá SS.

Fréttabréf 2023 2. tbl. 2023 á pdf formi.