SS hækkar verð á hrossa – nautakjöti til bænda

Frá og með deginum í dag hækkar SS verð á nautakjöti til bænda. Einstakir flokkar hækka á bilinu 6,78% til 17,71%, en vegin meðaltalshækkun er 8,40%.

Jafnframt hækkar flutningskostnaður um 8% úr 12 kr/kg. í 13 kr/kg. Heimtökugjald er óbreytt.

Þá hefur félagið sömuleiðis hækkað verð á hrossakjöti um 5,6%.

Afurðaverðskrá nautgripir.

Afurðaverðskrá folöld og hross.

SS lækkar verð á rúlluplasti

SS lækkar verð á rúlluplasti umtalsvert en lægsta verð á Teno Spin 750 mm rúlluplasti er nú 10.200 kr/rúllu og 11.900,- á Pre Xtreem. Einnig lækkar verð á neti en 3000 metrar kosta nú 25.000,- krónur. Með þessari verðlækkun er mjög hagvæmt að kaupa rúlluplastið frá SS. Verðskrá SS er endurskoðuð með hliðsjón að gengisstyrkingu krónunnar sem hefur verið umtalsverð á síðustu vikum.

Rúlluplastið er komið til landsins og tilbúið til afhendingar.

Verðskrá