Verðskrá Yara áburðar fyrir árið 2012 er komin út.  Ný áburðartegund bætist í vöruframboðið en það er tegundin NPK 15-7-12 sem er mjög rík af fosfór. Tegundin hentar vel á nýræktir, korn, fóðurkál og áburðarfrek tún. Allur Yara áburður er einkorna gæðaáburður.

Við ráðleggjum viðskiptavinum að ganga frá pöntun eins fljótt og hægt er til að tryggja sér hæsta pöntunarafslátt. Einnig ráðleggjum við viðskiptavinum að nýta sér staðgreiðsluafslátt sem er hár og ná þannig hagstæðustu kjörum. Einnig standa til boða hagstæðir greiðslusamningar fyrir þá sem kjósa að dreifa greiðslum vegna áburðarkaupa.

Nánari upplýsingar á Yara vefnum