Verðhlutföll haustsins 2017 eru nú birt fyrr en nokkru sinni áður. Það er til að bændur sem þess óska geti flýtt fengitíma ef þeir telja sér hagstætt að slátra fyrr en áður. Breyting milli ára er einkum sú að samfelld slátrun hefst tveimur dögum fyrr en áður og sláturtími í nóvember er styttur. Slátrun í október er einnig aukin. Lítils háttar breyting er gerð á verðhlutföllum byggt á reynslu þessa hausts. Verðhlutföllin gilda um innlegg sem er innan gæðastýringar. Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvort greitt verður með öðrum hætti fyrir innlegg sem er utan gæðastýringar.

Samfelld slátrun hefst miðvikudaginn 6. september. Engir stakir sláturdagar verða þar á undan. Taflan sýnir eingöngu verðhlutföll milli sláturvikna en ekki verðið sjálft sem verður ákveðið er nær dregur hausti. Verðhlutföll hjálpa bændum til að meta hvenær hagkvæmast er að slátra eftir aðstæðum hvers og eins.

Þjónustuslátrun verður miðvikudaginn 29. nóvember og er ætluð fyrir það sem bændur flokka frá, síðgotunga og eftirheimtur en ekki fyrir almenna slátrun þar sem þessi slátrun er mun dýrari fyrir félagið en samfelld slátrun. Greitt verður 85% af lægsta verði haustsins fyrir innlegg í þjónustuslátrun.

Nánari upplýsingar um verðhlutföll sauðfjár 2017.