Íslendingar kunna svo sannarlega að meta jólavörurnar frá SS ef marka má sölu í jólamánuðinum.  Flestar jólavörur þ.m.t. SS hamborgarhryggur og birkireykt læri seldust upp hjá okkur, þrátt fyrir að bætt væri við framleiðsluáætlanir.  Þá seldist hin frábæra nýjung Tindafjallahangikjet upp löngu fyrir jól, en þar er á ferðinni tvíreykt, þurrkað og sérverkað hangilæri með beini, sem ætlast er til að sé borðað hrátt.  Það er greinilegt að íslenskir neytendur treysta okkur sem fyrr til að framleiða aðeins úrvals kjötvörur sem standast allar kröfur. Við kunnum svo sannarlega að meta þetta traust og munum áfram gera okkar allra besta til að standa undir því trausti. 

Starfsfólk í framleiðslu- og söludeildum félagsins lagði hart að sér við framleiðslu- og sölu jólavaranna og skilaði frábærum árangri eins og ávallt.  Virkilega ánægjulegt var að sjá vel heppnað og gott samstarf framleiðslu- og sölufólks.  Fyrir það skal þakkað.

Sláturfélag Suðurlands þakkar viðskiptavinum og starfsfólki ánægjulegt samstarf á líðandi ári og óskar þess að nýtt ár beri í skauti sér góð samskipti, gleði og kærleika.

Á myndinni má sjá þá Jón Þorsteinsson, verkstjóra í kjötskurði og Odd Árnason, verksmiðjustjóra með hluta af okkar glæsilegu jólavörum en myndina tók Magnús Hlynur Hreiðarsson.