Undanfarnar vikur hefur starfsmönnum á Hvolsvelli og á Fosshálsi staðið til boða að heimsækja sláturhúsið á Selfossi til að skoða starfsemina og efla tengsl milli starfsstöðva og starfsmanna. 

Alls þáðu um 170 manns boðið, nutu leiðsagnar um Selfoss og góðra veitinga í matsal að því loknu.

Í einni heimsókninni frá Fosshálsi hittust höfðingjarnir á meðfylgjandi mynd, þeir Thorvald Imsland verkstjóri á Selfossi og Hraunar Daníelsson innisölumaður. 

Þeir eiga báðir að baki langan starfsaldur hjá félaginu.  Samanlagt um 100 ár.