Eftirfarandi tillögur hafa borist stjórn Sláturfélags Suðurlands:

 

Merking kjötvara
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands haldinn á Goðalandi í Fljótshlíð 17. mars 2023, samþykkir að Sláturfélag Suðurlands merki þær vörur sem innihalda erlent kjöt. Útbúið verði sér merki þar sem fram kemur með afgerandi hætti að um erlent kjöt sé að ræða.

Greinargerð: Í dag er erlent kjöt selt undir merkjum Búrfells, og er eini munurinn að lítil fánarönd er á þeim vörum sem innihalda íslenskt kjöt en sú fánarönd er ekki á þeim vörum sem innihalda erlent kjöt. Þetta er engan vegin greinilegt fyrir neytendum. Það fyrsta sem neytendur eiga að sjá er þeir horfa á vöru er hvort hún sé með erlendu eða íslensku hráefni.

Gylfi Sigríðarson

 

Ráðning sölu- og markaðsstjóra
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands haldinn á Goðalandi í Fljótshlíð 17. mars 2023, samþykkir að stjórn Sláturfélags Suðurlands ráði til starfa sölu- og markaðsstjóra.

Greinargerð: Í dag sinnir forstjóri Sláturfélags Suðurlands einnig starfi sölu- og markaðsstjóra félagssins. Hjá eins stóru félagi og Sláturfélag Suðurlands er, þá á það ekki að vera vafamál að félagið þurfi að hafa sölu- og markaðsstjóra í fullu starfi.

Gylfi Sigríðarson

 

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn 17. mars 2023 að Goðalandi, Fljótshlíð kl. 15:00.

 

Reykjavík, 3. mars 2023.

Sláturfélag Suðurlands svf.

Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri – sími: 575 6000 – hjalti@ss.is

Tillögur fyrir aðalfund Sláturfélgs Suðurlands svf. 17. mars 2023