Sveitarstjóri og fulltrúar úr sveitarstjórn Rangárþings-Eystra heimsóttu Hvolsvöll í morgun í tilefni flutnings afgreiðsludeildar.

Þau lýstu mikilli ánægju með að afgreiðsludeildin væri flutt og að starfsemi Sláturfélagsins á Hvolsvelli væri að styrkjast enn frekar.

Starfsemi okkar á Hvolsvelli hefur notið velvilja sveitarstjórnar frá upphafi og það var sannarlega ánægjulegt að þau skyldu heimsækja okkur og færa okkur hamingjuóskir og myndarlega blómakörfu í tilefni tímamótanna.

Við færum þeim bestu þakkir.