SS hefur frá árinu 2007 tekist að byggja upp langtímaviðskiptasamband og stöðuga sölu á vöðvum og steikum úr hrossi, sem sendar eru ferskar vikulega til viðskiptavina erlendis. Sömuleiðis hefur fundist útflutningsmarkaður fyrir frosinn afskurð og aukaafurðir, sem unnið er að að byggja upp til langs tíma. Á þessum 10 árum hefur þetta markaðsstarf skilað sölu á afurðum úr u.þ.b. 16.000 hrossum. Til að viðhalda tryggum viðskiptasamböndum og stöðu á markaði er mikilvægt að tryggja jafnt og stöðugt framboð sláturgripa.

Það er ánægjuefni að nú hefur náðst hækkun á skilaverði og þar með skapast svigrúm til hækkunar bændaverðs. SS tilkynnir því tæplega 24% hækkun bændaverðs frá og með 29. janúar 2018.

Verðskrá – nánari upplýsingar