Hækkun á bændaverði svína og folalda.

Sláturfélagið hefur ákveðið að hækka svína og folaldakjöt til bænda og gildir nýtt verð frá og með mánudeginum 8. október 2012.

Í folaldi er gert ráð fyrir sama verði fyrir alla gæðaflokka og sama verði út sláturtímann.

Flutningskostnaður folalda er óbreyttur frá fyrra ári eða 13,30 kr/kg. sem jafngildir u.þ.b. 1.000 kr. á 75 kg. folald.  Lágmarksgjald er 1.400 kr (gildir þegar flutt er minna en 108 kg.) og hámarksgjald m.v. 2.800 kg. innlegg í senn (u.þ.b. 37 folöld m.v. 75 kg. meðalvigt).

Í svíni hækkar verð fyrir Grís IA um 15 kr/kg. og er nýtt verð því 445 kr/kg.  Aðrir flokkar hækka samsvarandi.

Flutningskostnaður svína er sömuleiðis óbreyttur og nemur 12 kr/kg.  Lágmarksgjald 1.200 kr. og hámarksgjald m.v. 2.800 kg. innlegg í senn.

Folöld og svín eru staðgreidd á föstudegi eftir innleggsviku.