Fyrir sumarið hefur Sláturfélag Suðurlands sett á markað nýjar tegundir af gómsætu og girnilegu grillkjöti.

 
Í fyrsta lagi er um að ræða tvær tegundir af nautakjöti. “Nautakjöt að argentískum hætti” er frábær nýjung sem allir ættu að prófa, en í boði eru bæði nautakótilettur og –bógsneiðar.  Kjötið er látið liggja í góðum og bragðmiklum kryddlegi sem gerir kjötið sérlega meyrt og safaríkt.
Í öðru lagi “Kryddlegnar reyktar grísakótilettur”.  Þær eru léttreyktar og marineraðar í rababarasultulegi en lögurinn gefur einstakt og sætt bragð. 
Í þriðja lagi kynnum við “Lambatvírifjur með kryddsmjöri” sem er virkilega bragðgóð nýjung.  Lambatvírifjurnar er lagðar í kryddsmjörslög en hann gefur gefur gómsætt kryddbragð og gerir kjötið bæði meyrt og gott. 
 
Því er ljóst að allir ættu að geta fundið SS grillkjöt við hæfi í sumar, hvort sem um nýjung er að ræða eða vörur sem hafa verið í uppáhaldi lengi. Von er á enn fleiri nýjungum nú á vormánuðum og því mikilvægt fyrir neytendur að fylgjast vel með.   SS grillkjötið fæst í öllum helstu matvöruverslunum.