Stjórn SS hefur ákveðið að greiða 5% viðbót á allt afurðainnlegg ársins 2024.

Afkoma og fjárhagsstaða félagsins er góð og því hefur verið tekin sú ákvörðun í ársbyrjun að greiða 5% viðbót á allt afurðainnlegg ársins 2024. Viðbótin verður nú greidd út með innleggi eins og það fellur til frá ársbyrjun 2024. Í dag er fyrsta vika janúarinnleggs greidd með 5% viðbót. Með þessum hætti kemst viðbótin strax til innleggjenda, en stefna félagsins er að greiða samkeppnishæft verð og skila hluta af rekstrarhagnaði sem viðbót á afurðaverð.

Viðbót vegna ársins 2023, er eins og áður hefur komið fram, greidd í tvennu lagi. Greidd var 5% viðbót á allt stórgripainnlegg tímabilsins janúar – júní hinn 21. júlí s.l.. Seinni hluti 5% viðbótarinnar verður greiddur á allt stórgripainnlegg júlí – desember 2023 og á allt sauðfjárinnlegg haustsins hinn 19. janúar 2024.