Árið 2002 mun skíðafólk ÍR rennar sér um í glæsilegum flíspeysum frá Sláturfélagi Suðurlands. Á síðasta ári voru það 1944 skíðaúlpur og í ár hlýjar flíspeysur.



Á myndinni er Hallgrímur Hólmsteinsson, markaðs- og sölustjóri Sláturfélags Suðurlands, að afhenda Jóni Kornelíusi Magnússyni, stjórnarmanni skíðadeildar ÍR nýju peysurnar.

Eins og fyrr sagði er þetta annað árið í röð, sem SS styrkir þessa skemmtilegu íþróttagrein. Sláturfélag Suðurlands vill auka útivist og íþróttaiðkunn landsmanna og stuðla að bættri heilsu með góðri næringu og hollri hreyfingu.