Slátrun gekk vel í síðustu viku og aftur féll met í sláturafköstum pr. manntíma þrátt fyrir að veikindi hafa herjað á okkar fólk eins og aðra. Það tókst að halda öllum deildum gangandi en kostaði aukna yfirvinnu.

Flokkun kom ágætlega út. Holdfylling er aðeins betri og fita lægri þrátt fyrir aukna meðalþyngd. Meðalverð er aðeins hærra en fyrra ár m.v. sömu verðskrá.