Sauðfé afurðaverð

Nú liggur fyrir sláturáætlun og verðhlutföll fyrir haustið 2019.  Litlar breytingar eru á milli ára. Áætlað er að hefja samfellda slátrun miðvikudaginn 4. september.

Sláturáætlun og verðhlutföll 2019

 

 

Verðskrá kindakjöts fyrir árið 2018 – útg. 3.. september 2018.

Verðskrá kindakjöts hjá SS 2018

Í viðhengi hér að neðan eru verðhlutföll sauðfjár ásamt sláturáætlun haustsins 2018.

Sláturáætlun og verðhlutöll 2018

Greiðslutími: Innlegg verður staðgreitt föstudag eftir innleggsviku.

Heimtaka: Í boði er að leggja inn slög og hálsa af heimteknum dilkum til greiðslu á hluta af heimtökukostnaði. Til einföldunar verður annað hvort að leggja alla hálsa og slög af heimteknum dilkum inn í hvert skipti sem lagt er inn eða ekkert. Ef allir hálsar og slög eru innlögð lækkar heimtökugjald sbr. neðangreint. Merkja verður á heimtökublað ef bóndi vill leggja slög og háls inn á móti hluta heimtökugjalds.

Vinsamlega athugið að ekki er hægt að taka heim skrokka eftir númerum. Ef bændur vilja taka valda gripi heim þarf að merkja þá á haus fyrir flutning í sláturhús.

Gjald í haust fyrir heimtöku og 7 parta sögun er tvískipt. Fyrir magn sem er minna en 15 stk á innleggjanda er gjaldið 3650 kr/stk en á það magn sem er umfram 15 stk er gjaldið 4700 kr/stk. Ef slög og hálsar eru lögð inn verður þetta gjald annars vegar 3200 kr/stk og hins vegar 4250 kr/stk á magn umfram 15 stk. Heimtaka á fullorðnu fé kostar 4050 kr/stk. Fínsögun kostar aukalega 750 kr/stk.

Vinsamlega athugið að félagið tekur fullorðna hrúta ekki til innleggs. Í boði er að taka þá heim gegn 5500 kr/stk heimtökugjaldi. Ef þeir eru sendir í sláturhús en ekki teknir heim þá reiknast slátur- og urðunargjald 7000 kr/stk.

Afhending á Selfossi, Hvolsvelli og á Fosshálsi er án kostnaðar. Kostnaður af heimsendingum innan félagssvæðis SS er 70 kr/kg. Sent verður með Flytjanda. Slátur fylgir ekki heimteknu kjöti.

Virðisaukaskattur bætist við framangreindar fjárhæðir.

Bændum stendur til boða að kaupa frosið dilkakjöt með afslætti í sláturtíð en ekki er um að ræða heimtöku á innleggi viðkomandi bónda.

Þjónustuslátrun verður miðvikudaginn 28. nóvember.  Greitt verður 85% af lægsta verði haustsins fyrir innlegg í þjónustuslátrun.

 

Heimtökublað 2018