SS hefur sett á markað nýja tegund af helgarsteikum, Rifsberjahelgarsteik. Steikurnar eru lagðar í sérlega mjúkan kryddlög sem hæfir lambakjöti einkar vel og gerir helgarsteikina að sannkölluðum veislumat. Lambakjötið má elda á hefðbundinn hátt með því að steikja í ofni, en einnig hentar það mjög vel á grillið.

Hér fylgir með uppskrift að nýstárlegri sósu, skyr-bearnaisesósu, sem er borin fram köld með kjötinu. Hægt er að búa sér í haginn með því að gera sósuna fyrirfram.

Skyr-bearnaise-sósa:
2 stk. eggjarauður
1 msk.  dijonsinnep
100 ml góð, bragðlítil olía
250 ml skyr
2 tsk. bearnaise-bragðefni

Hrærið eggjarauður í hrærivél með sinnepinu og bætið olíunni við í mjórri bunu. Setjið skyrið út í og bragðbætið með bragðefninu. Geymið í kæli.

Næring:
Orka  762 kJ/182 kkal
Prótín 17 g
Kolvetni 1 g
Fita 12 g
Natríum 0,4 g