Krafa um útgreiðslu arðs af eigendum yfir 10% hluta í B-deild stofnsjóðs Sláturfélags Suðurlands.
 
·          Fram er komið nýtt mat á hámarks arðgreiðslu sem eigendur yfir 10% hluta í B-deild stofnsjóðs geta krafist.
·          Samkvæmt matinu sem unnið er af Deloitte hf. er ekki heimilt að ráðstafa til eigenda B-deildar stofnsjóðs hærri fjárhæð en kr. 12.403.500,- verði tillaga eigenda yfir 10% hluta í B-deild stofnsjóðs samþykkt á aðalfundi félagsins 25. mars 2011.
 
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. hefur móttekið kröfu um útgreiðslu arðs af eigendum yfir 10% hluta í B-deild stofnsjóðs. Krafan er móttekin innan tilskilins frests skv. samþykktum félagsins. Hámarks arðgreiðsla getur þó ekki orðið hærri en kr. 12.403.500,- samkvæmt nýju mati sem unnið var af skatta- og endurskoðunarsviði Deloitte hf. Áður var talið að heimilt væri að ráðstafa kr. 14.343.824,- samanber tilkynningu félagsins til Kauphallar 11. mars s.l.
 
Eins og áður hefur komið fram verður krafan um útgreiðslu arðs því lögð fram sem tillaga fyrir aðalfund félagsins sem haldinn verður 25. mars 2011.
 
Verði tillagan samþykkt á aðalfundi félagsins gæti arðgreiðslan orðið að hámarki 6,2%, alls krónur 12.403.500,- Arðleysisdagur er þá 28. mars, arðréttindadagur 30. mars og greiðsludagur arðs 29. apríl 2011. 
 
Frekari upplýsingar veita:
 
Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000 – steinthor@ss.is
 
Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri í síma 575 6000 – hjalti@ss.is


Fréttatilkynningin á pdf formi.