SS fékk í vikunni afhenta nýja Scania vörubifreið með öllum búnaði til nota fyrir vörudreifingu búvörudeildar. Bíllinn ber allt að 16 tonn og gerir mögulegt að dreifa búvörum til bænda í nálægum sýslum með hagkvæmum hætti. Hann er einnig búinn kælikassa og öflugri kælivél svo hann nýtist einnig til flutninga á kjötvörum eins og þarf.

Á meðfylgjandi mynd má sjá er Heiðar Jónsson bílstjóri fékk bifreiðina til umsjónar.

Ný Scania til SS