Enn ein nýjungin í áleggsflokknum hefur litið dagsins ljós frá kjötmeisturum Sláturfélags Suðurlands.  Pastramí er sérverkaður nautavöðvi sem kryddaður er að hætti Frakka og undirstrikar fjölbreytnina í áleggsúrvali SS.  Bragðið er einstaklega gott og sneiðarnar bráðna í munni við fyrsta bita.  Þær eru þunnar og líta sérlega vel út á diski.  Pastramí er tilvalið í forréttinn og sniðugt er að rúlla sneiðunum upp og fylla með t.d. osti eða aspas.  Þá er einnig hægt að setja sneiðarnar á snittubrauð eða hreinlega borða þær bara einar og sér.

Pastramí fæst í flestum matvöruverslunum landsins.  Neytendur eru hvattir til þess að prófa þessa frábæru nýjung!