SS kynnir nýjar kjarnfóðurblöndur frá DLG, SS – 16 með 16% próteininnihaldi og SS – 20 með 20% próteininnihaldi. Blöndurnar eru sterkjuríkar og lystugar með fjölbreyttum hráefnistegundum og þær innihalda að lágmarki 22% maís. Framleiddar fyrir íslenskar aðstæður.

Tegundirnar innihalda ekki bygg en stór hluti bænda er með heimaræktað bygg og er kjarnfóðrið byggt upp með það í huga. Tegundirnar innihalda repjumjöl sem aðal próteingjafa. Gott jafnvægi í stein- og snefilefnum og ríkar af kalsíum, fosfór og magnesium.

Innihalda ekki erfðabreytt hráefni.

Nánari upplýsingar um tegundirnar er að finna hér.

Nánari upplýsingar veitir:
Elías Hartmann, sími 575 6005 og 898 0824. Tölvupóstur elias@ss.is