Rjóma- og koníakslöguð sveppasúpa frá 1944

Komin er á markað ný sveppasúpa undir merki 1944, rjóma- og koníakslöguð úr rammíslenskum, ferskum Flúðasveppum. Fyrir nokkrum mánuðum var gerð könnun meðal neytenda um það hvaða súpu þeir gætu hugsað sér að yrði framleidd. Niðurstaðan úr þeirri könnun leiddi í ljós að meirihluti svarenda saknaði góðrar sveppasúpu.

Því lá beint við að leita til Flúðasveppa í næstu sveit til að fá þaðan ferska sveppi. Mikill metnaður var lagður í uppskriftina enda þykir þessi nýja súpa sérlega vel heppnuð, mjúk, matarmikil og ljúffeng. Súpan er hægelduð við 80°C lágan hita sem tryggir að vítamín og næringarefni halda sér.

Sveppasúpan er í 1 kg umbúðum og nægir sem máltíð fyrir 3–4 og sómir sér líka vel sem forréttur.