Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á aðalfundi 22. mars 2013. Hér á pdf formi. 
 

1. Tillaga stjórnar um vexti af stofnsjóði og greiðslu arðs.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. leggur til við aðalfund að greiddur verði 14,5% arður af B-deild stofnsjóðs þar af er verðbótaþáttur 4,5% skv. 1. mgr. 14. gr. samþykkta félagsins, alls kr. 26.110.778,- eða 0,15 kr. á hvern útgefin hlut. Jafnframt að reiknaðir verði 7% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls kr. 19.798.567,- Arðleysisdagur er 25. mars og arðréttindadagur er 27. mars. Greiðsludagur arðs er 24. apríl n.k. 
 
2. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. leggur til við aðalfund eftirfarandi breytingar á samþykktum félagsins:
 
Tillaga að breyttu orðalagi 3. mgr. 4. gr. samþykkta SS:
Lögaðilum skal heimiluð aðild að félaginu ef þeir uppfylla að öðru leyti skilyrði samþykktanna. Fyrirsvarsmaður lögaðila, að jafnaði stjórnarformaður eða framkvæmdastjóri með prókúru, skal fara með réttindi og atkvæðisrétt lögaðila á deildarfundum/félagsfundum. Ef ágreiningur verður á milli eigenda lögaðila um hver fer með réttindi og atkvæðisrétt lögaðila á deildarfundum/félagsfundum, sem ávallt skal aðeins vera einn aðili, þá skal lögaðilinn vera án félagsréttinda á þeim fundi nema fulltrúi hans leggi fram lögmætt umboð um rétt sinn frá þeim sem heimild hafa til þess að skuldbinda lögaðilann. Fulltrúar lögaðila eru kjörgengir til ábyrgðarstarfa fyrir félagið eins og aðrir félagsmenn þess.    
 
Tillaga að nýrri 27. gr. samþykkta SS:
Stjórn félagsins skal skipuð fimm aðalmönnum og fimm varamönnum. Skulu þeir kosnir á aðalfundi úr hópi félagsmanna til eins árs í senn, einn aðalmaður og einn varamaður úr hverri sýslu með þeim undantekningum að einn stjórnarmaður og einn varamaður er kosinn sameiginlega úr Vestur-Skaftafellssýslu og Austur-Skaftafellssýslu og einn stjórnarmaður og einn varamaður er kosinn sameiginlega úr Borgarfjarðarsýslu, Mýrarsýslu, Snæfells- og Hnappadalssýslu og Dalasýslu. Deildum þeirra sýslna sem kjósa skal stjórnarmann úr er heimilt að bera fram tillögur um menn til stjórnarstarfa fyrir þeirra hönd.
 
Ef aðalmaður deyr, gengur úr félaginu eða víkur úr stjórninni á löglegan hátt, áður en kjörtími hans er liðinn, tekur varamaður úr sömu sýslu, eða frá sama svæði, sæti til fulls í hans stað.
 
Enginn félagsmaður getur skorast undan kosningu í stjórn félagsins, nema um jafnmörg ár og hann hefur næst áður verið í stjórninni, og með samþykki hans má endurkjósa hann í stjórn.
 
Félagsstjórn velur að loknu stjórnarkjöri formann og varaformann úr sinum flokki, en skiptir ekki með sér verkum að öðru leyti.
 
Ákvæði til bráðabirgða:
Ef tillaga þessi verður samþykkt, þá felur hún það í sér að bundinn er endir á kjörtímabil allra stjórnarmanna félagsins, bæði aðal- og varamanna, óháð hversu langt er eftir af kjörtímabili þeirra samkvæmt eldri ákvæðum samþykktanna. Kosin verður ný stjórn í kjölfar samþykktar tillögunnar, allir aðal- og varamenn, til eins árs. 
 
3. Kosning stjórnar.
Stjórn félagsins eftir kosningar skipa eftirtaldir:
Aðalmenn:
Hallfreður Vilhjálmsson, formaður, kt. 031259-4449
Sigurlaug Jónsdóttir, varaformaður, kt. 170657-2099
Aðalsteinn Guðmundsson, ritari, kt. 010552-2069
Kristinn Jónsson, kt. 020460-3939
Guðmundur H. Davíðsson, kt. 020659-2119
Til vara:
Brynjólfur Ottesen, kt. 240860-2609
Ólafur Þorsteinn Gunnarsson, kt. 021065-2939
Jóhanna Bríet Ingólfsdóttir, kt. 140745-3329
Guðmundur Ómar Helgason, kt. 290672-3689
Guðmundur Jónsson, kt. 280852-2879 
 
4. Kosning skoðunarmanna og endurskoðenda.
Löggiltur endurskoðandi:
Deloitte hf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
 
Skoðunarmenn:
Aðalmenn:
Ásbjörn Sigurgeirsson, kt. 200752-2529
Kjartan Magnússon, kt. 250657-2939
 
Varaskoðunarmenn:
Esther Guðjónsdóttir, kt. 010366-5509
Bjarni Jónsson, kt. 300952-3649 
 
5. Laun stjórnar og skoðunarmanna.
 
Stjórnarformaður kr. 1.102.000,- á ári.
Meðstjórnendur kr.  551.000,- á ári.
Skoðunarmenn kr. 145.000,- á ári.
Endurskoðunarnefnd(stjórnarmaður) kr. 145.000,- á ári.