Okkur hjá Sláturfélagi Suðurlands er sönn ánægja að bjóða þér að taka þátt í BARILLA PASTA uppskriftasamkeppni matreiðslunema. Uppskriftum í forkeppnina verður að skila til Sláturfélags Suðurlands fyrir lokun skrifstofu mánudaginn 25. mars og verður úrslitakeppnin haldin á MATUR 2002 þann 19.apríl. Fyrir þrjú efstu sætin verða veitt glæsileg verðlaun, þ.m.t. ein utanlandsferð fyrir tvo með Úrvali Útsýn.

Reglurnar eru:
1. Allir sem eru með námsamning í matreiðslu hafa rétt til þáttöku.
2. Hver keppandi má aðeins skila inn einni uppskrift. Uppskriftin þarf að vera fullunnin og tilbúin til birtingar á vefsíðunni Uppskriftir.is.
3. Rétturinn verður að innihalda lágmark 40% BARILLA PASTA, Mc´Cormick krydd og Marie Brizard matarvín.
4. Uppskriftina skal senda, ítarlega merkta keppandanum, til Sláturfélags Suðurlands Fosshálsi 1, 110 Reykjavík, merkt Matreiðslukeppni nema, eða á netfangið nemakeppni@ss.is  fyrir kl 16:00 mánudaginn 25. mars.
5. Úr innsendum uppskriftum velur Kokkalandsliðið tíu uppskriftir sem komast í lokakeppnina.
6. Í lokakeppninni þarf viðkomandi að elda réttinn á innan við tveimur klukkustundum.
7. Rétturinn skal vera fyrir tíu. Þrír diskar fara til dómara, einn í myndatöku og sex til gesta sýningarinnar. Keppendum er heimilt að nota eigin diska.
8. Úrslitakeppnin fer fram á MATUR 2002 í Smáranum 19. apríl.
9. Uppskriftirnar verða birtar á Uppskriftum.is.

Verðlaunin eru:
1. Helgarferð fyrir tvo að andvirði 90.000 kr. með Úrvali Útsýn. Glæsileg matarkarfa frá Sláturfélagi Suðulands og gjafabréf frá Ísbergi að upphæð 50.000 kr.
2. Glæsileg matarkarfa frá Sláturfélagi Suðulands og gjafabréf frá Ísbergi að upphæð
30.000 kr.
3. Glæsileg matarkarfa frá Sláturfélagi Suðulands og gjafabréf frá Ísbergi að upphæð
20.000 kr.

Við hvetjum þig til að taka þátt, næla þér í dýrmæta reynslu og sína hvað í þér býr.
Frekari upplýsingar, f.h Sláturfélags Suðurlands, veitir
Halldór Geir Jensson
halldor@ss.is
s: 575 6040
gsm: 894 1285