Sala á nautgripakjöti hefur áfram þróast með jákvæðum hætti. Félagið hefur því ákveðið að hækka verð á nautgripakjöti til bænda frá og með næstkomandi mánudegi 14. febrúar 2011.

Um er að ræða hækkun á bilinu 20-49 kr/kg. 2-11% mismunandi eftir gæðaflokkun. Vegin meðaltalshækkun er liðlega 5,5%. Sem fyrr greiðir félagið sambærilegt verð og aðrir sláturleyfishafar á landinu.

Gripir eru staðgreiddir á mánudegi eftir innleggsviku.

Nánari upplýsingar um afurðaverð nautgripa.