SS birti afurðaverð fyrir sauðfé 14. júní s.l. með þeim fyrirvara að verðskráin kynni að verða endurskoðuð þegar fyrir lægju frekari upplýsingar um markaðsaðstæður fyrir komandi sauðfjársláturtíð. Stefna félagsins er að greiða samkeppnishæft verð og skila hluta af rekstrarhagnaði sem viðbót á afurðaverð.
Nú liggur fyrir endurskoðuð verðskrá fyrir sauðfé. Hækkun á meðalverði frá fyrra ári er 30,4% á dilkakjöt og fullorðið er hækkað um 20%. Eins og áður eru töluverðar yfirborganir í upphafi sláturtíðar og í síðustu sláturviku í byrjun nóvember.
Greidd verður 30 kr/kg eingreiðsla sem viðbót á afurðaverð allra kjöttegunda vegna innleggs á árinu 2022 til að mæta erfiðum aðstæðum hjá bændum. Með þessu er gætt jafnræðis milli innleggjanda hjá félaginu. Eingreiðsla á stórgripainnlegg janúar – ágúst greidd föstudaginn 23. september 2022. Eingreiðsla á sauðfjárinnlegg greidd föstudaginn 25. nóvember 2022 og eingreiðsla á stórgripainnlegg september – desember greidd föstudaginn 20. janúar 2023.
Allt innlegg verður staðgreitt eins og verið hefur.
Nánari upplýsingar um verðskrá, greiðslutíma, heimtöku og aðra þætti sem lúta að sauðfjárslátrun er að finna hér.