Í dag greiddi SS 5% viðbót á allt afurðainnlegg ársins 2022. Greiðslan var 106,6 m.kr. fyrir utan virðisaukaskatt. Einnig var greidd 30 kr/kg viðbótargreiðsla á stórgripainnlegg september – desember 2022. Eingreiðsla, 30 kr/kg, vegna stórgripainnleggs janúar – ágúst var greidd  föstudaginn 23. september 2022

Í heild hefur SS því að greitt tæpar 213 m.kr. ofan á allt afurðainnlegg ársins 2022 til bænda.

Stefna félagsins er að greiða samkeppnishæft verð fyrir afurðainnlegg og skila hluta af rekstrarhagnaði sem viðbót á afurðaverð. 

Stjórn og starfsfólk SS óskar öllum til hamingju með bóndadaginn og þakkar félagsmönnum samstarfið á árinu.